... þetta er nefnilega aðalmálið, varðandi bankahrunið: hvert fór fjármagn eigenda Landsbankans rétt fyrir hrun, og í kjölfar hrunsins??? Er sérstakur ríkissaksóknari að leita að þessu fé, eða jafnvel annar saksóknari á Íslandi?
Stóra spurningin er: komast aðilar upp með að flytja fé úr landi án þess að nokkur aðili fái við því spornað. Ég hefði haldið að í tæknivæðingu nútímans, að þá ætti að vera auðelt að rekja peningagreiðslur út úr bönkum, og svo áfram. Nema ef ákveðnar greiðslur hafi verið teknar út í reiðufé og síðan handfluttar t.d. úr landi. En það sem ég fæ ekki séð, svona í fljótu bragði, að hvernig á einhver banka- eða fjármálagutti að geta grætt á því að flytja íslenska peninga úr landi og skipta þeim þar í annan gjaldeyri.
En þegar betur er að gáð, þá ku þetta hafa átt sér stað, þ.e. að gárungarnir hafi verið að versla með íslenskar krónur og keypt fyrir þær erl. gjaldreyri. Og hví ekki aðilar sem ráku hér bankana: þeir kunnu örugglega á alla klæki til að millifæra íslenskar krónur til útlanda og braska með þetta þar, þó að ég kunni ekki skil á þessu.
En virðingarverðar stofnanir, sem fjárfestu í íslenskum bönkum, eiga heimtingu á að þeirra kröfum sé sýnd full virðing og að þeir fái alla þá aðstoð föllnu bankanna til að þeir geti endurheimt eitthvað af sínu fé, sem sem þeir lögðu í þetta 'glæpabrask' íslensku bankanna, eins og þeir voru orðnir eftir einkavæðinguna.
Ef ekki, þá verður Ísland stimplað, sem hvert annað bananalýðveldi.
Rannsaka Landsbankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.4.2010 kl. 01:51 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er einmitt aðalatriðið Ingibjörg. Að þeir sem hafa lánað bönkunum þeir hljóta að líta eftir því að féð skili sér eftir þeim samningum sem um ræðir.
Ég er ekki lögfróður en mig minnir að í hlutafélagslögum sé kveðið á um það að stjórnendur megi ekki rýra hagsmuni kröfuhafa og verði af þeim sökum að óska tímanlega eftir greiðslustöðvun og eftir atvikum gjaldþrotaskiptum.
Um daginn var félag lýst gjaldþrota og engar eignir fundust í búinu en 38 miljarðar skuld. Þetta er með ólíkindum hvernig svona getur átt sér.
Kröfuhafa hljóta að fara að hugsa sér til hreyfings sem víðast í hagkerfinu bæði hér og erlendis og draga viðkomandi til ábyrgðar á þeim lagagreinum að stjórnendur mega ekki rýra hagsmuni kröfuhafa, með hugsanlegum undanskotum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.