30.3.2010 | 22:00
Gos-áhugafólk klæði sig vel - áður en það heldur á gosstöðvarnar.
Tvær ungar konur létust eftir göngu á Fimmvörðuháls fyrir um 40 árum. Þær urðu úti, eins og það er orðað. Ég var auðvitað löngu búin að gleyma þessu atviki, þar til það var rifjað upp nú í vikunni.
Ég man eftir að hafa heyrt þetta í fréttum á hvítasunnu þegar ég var unglingur. Þá var ég stödd úti á landi hjá afa og ömmu. Á þeim tíma fóru engar fréttir framhjá manni: afi og amma hlustuðu alltaf á fréttirnar, og ég auðvitað líka.
Ég man alltaf eftir sársauka eftir að hafa hlustað á fréttirnar af þessu unga fólki sem fór á Fimmvörðuhálsinn á Hvítasunnu og að ungar konur urðu úti þarna. Það sem situr fast í mér er að þær voru í plaststígvélum.
Þeir sem ætla í ferðir á íslenska hálendið, eiga hvorki að hugsa um neitt pjatt né tísku. Bara klæða sig vel frá skó til höfuðs, þótt þeir líti út eins og útilegumenn eða fjósaguddur í múnderungunni.
Bara klæða sig vel, vel vel - og hafa jafnvel aukafatnað, ef burður leyfir.
Ég segi bara fyrir hálandafara: ekki deyja úr kulda og vosbúð vegna tísku, galgopáháttar eða hvers konar pempíuháttar í klæðaburði.
Fólk langar til að skoða eldgosið, en það verður að laga sig að íslenskum veðuraðstæðum í slíkum Íslandsferðum að vetri til. Þótt að vorið sé komið á dagatalinu, þá er veðurguðinn aldrei skynsamur og á það til að taka sinn toll.
Margir komnir í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2010 kl. 01:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.