Brask Bakkabræðra orðið alræmt - Kauphöllin verður fórnarlamb brasksins á komandi árum, sem og v. brasks annarra ísl. fjárglæframanna.

Kauphöllin er núna hjómið eitt, eftir efnahagshrunið hér á landi haustið 2008. Þeir sem áttu viðskipti með hlutabréf í höllinni á árunum fyrir hrunið, og á ári hrunsins, munu hafa lítinn áhuga á að fjárfesta í hlutabréfum íslenskra félaga. Íslenskir athafnamenn, sem ég kalla "íslenska fjárglæframenn" og sem skráðu félög sín í Kauphöllina á s.l. áratug hafa skaðað íslenskan fjármálamarkað svo um munar. Þeir sem fjárfestu í íslenskum félögum á s.l. árum, koma í fæstum tilfellum með að treysta á félög sem verða skráð í íslensku Kauphöllina hér eftir. Þess í stað munu margir þeirra snúa sér að erlendum félögum skráðum í kauphöllum í New York og annars staðar.

En eftir örfá ár, kemur ný kynslóð inn, sem er á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri í dag, og sem mun láta glepjast af gylliboðum næstu kynslóðar fjárglæframanna; og er ekki loku fyrir það skotið að sömu aðilar og sem léku stórt hlutverk í íslenska efnahagshruninu 2008, eigi eftir að leika hlutverk í næstu uppsveiflu sem næsta kynslóð gleypir við - og sv o einnig leika hlutverk í næstu niðursveiflu eftir áratug eða svo. 

Það er eðli hlutabréfamarkaðarins að fara upp. Svo niður. Þessi markaður er aldrei skynsamur. En þeir sem hafa tapað á honum undanfarið hafa tekið til fótanna. En það sem markaðurinn græðir á, er að það koma inn nýjar kynslóðir sem auðvelt er að glepja, og sem hafa ekki þegar brennt sig. Þess vegna fara hlutabréfamarkaðir aftur upp.

Þó að íslenska Kauphöllin hafi tapað á íslenskum bröskurum í hlutabréfum undanfarið, veit hún innst inni að aðstæður munu breytast til batnaðar með komandi kynsóðum. En lifir hún það af, af einhverju viti? 

En nú er bara spurningin um hvernig við getum komið vitinu fyrir afkomendur okkar og hvort við getum forðað þeim frá "glópagullinu" sem næsta kynslóð braskara lofar væntanlegum kaupendum eftir að hafa keypt sér aðgang að íslensku Kauphöllinni.


mbl.is Kauphöllin gagnrýnir fyrir hugaða breytingu hjá Bakkavör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband