Þegar þingmaður leggur til að setja beri lög á ákveðna starfsstétt, þ.e. flugumferðarstjóra, það að þeir geti ekki farið í verkfall, dettur mér í hug refsingar gagnvart þeim verkalýðsstéttum sem voguðu sér að fara í verkföll hér fyrr á árum. Þeim aðilum var refsað.
Hverjum dettur í hug að fara mörg ár aftur í tímann? Nema hverjum? Jú, þingmanni. - Þegar verkamenn hér fyrr á árum (þó að ekki sé hægt að bera það saman við kjarabaráttu flugumferðarstjóra í dag) sem höfðu ekki fasta vinnu, og sem mættu niður á höfn hér í Reykjavík til að snapa sér verkefni við upp- eða útskipun, þá hafði viðeigandi verkstjóri þann háttinn á við ráðningu þessara manna, að hrækja í áttina að þeim einstaklingum, sem hann ákvað að ráða til verksins í það og það skiptið.
Mér dettur helst í hug að þingnaðurinn Kristján Þór eigi hagsmuna að gæta í fluginu og láti þess vegna þessi orð falla. Þessu má lýkja við að þingmaðurinn sé einfaldlega að hrækja á flugumferðastjórana, eða amk. það sem þeir eru að berjast fyrir, og noti hrákann til að sýna óvirðingu sína fyrir þessari starfsstétt og eru að "skaða" hagsmuni á Íslandi.
Ég veit ekki betur en að í dag sé borin virðing fyrir starfsstéttum sem þora að halda uppi stéttabaráttu.
Verkfallsréttur er verkfallsréttur. Það er sorglegt að sitjandi þingmaður reyni að koma í veg fyrir almenna verkalýðsbaráttu fyrir bættari kjörum. -
Það væri fróðlegt að vita í hvaða félögum téður þingmaður á? Í hvaða félögum á hann sem tengjast fluginu og eða hvers konar ferðaþjónustu. Getur einhver svarað því og birt þær upplýsingar hér í athugasemdum við þessu bloggi?
Vill lög á flugumferðarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg viss um að Kristján Þór hefur átt bókað flug í morgun sem var seinkað vegna verkfallsins. Þá er ekkert annað í stöðunni en að banna verkföll.
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 02:01
Spurning hvort að setja eigi lög sem banna spillta og heimska þingmenn eins og Kristján þór? Mér finnst það koma sterklega til greina en að sjálfsögðu mundi það bitna á meirihluta núverandi þingmanna.
Guðmundur Pétursson, 11.3.2010 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.