En mikil breyting til skamms tíma litið - Mörg "kreppubörn" fæddust í fyrra.

Ég spáði því að eftir bankahrunið hér í lok september, byrjun október 2008, að þá yrði sprengja í barnsbæðingum 9 mánuðum síðar. Það varð staðreyndin, því að mikið var að gera á Fæðingardeildinni hér um mitt síðasta ár (þó að ég geti ekki stuðst við heimildir í þessu stutta bloggi), þar sem met var slegið í barnsfæðingum. En ég las um þetta í fréttum í Fréttablaðinu s.l. sumar.

Ég man líka eftir rafmagnsleysi hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir mögrum árum, þar var í október að mig minnir, og ég tók þá líka eftir því að met var slegið í fjölda barnsbæðinga 9 mánuðum síðar.

En ef þú skoðar fæðingartölurnar í fréttinni varðandi lifandi fædd börn, að þá fæddust 147 fleiri börn 2009 en árið áður. Þetta eru merkilegar tölur og gefa kannski ákveðna vísbendingu um eitthvað. A.m.k. fjölgun, á stuttu tímabili. Og ekki skal gleyma því að mikill fjöldi fólks flutti frá landinu árið 2009.

 

ttdj.gif

En það er alltaf gaman að leika sér með tölur - og skemmtilegast að leika sér við börn ...l


mbl.is Lítil breyting á fæðingartíðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband