Föngum er ýmislegt til lista lagt, eða þannig ...

Ég átti samtal í dag þar sem þessi strokufangi kom við sögu, ásamt öðrum föngum. Ég nefndi í þessu samtali að þessir "gæjar" væru engir asnar og væri ýmislegt til lista lagt. Þeir eru handlagnir og hefðu örugglega viðskiptavit, og allt svoleiðis. En það væri bara fanga til hindrunar að mæta ekki í grjótið eftir útivistarleyfi.

 

aprisoner_967193.jpg

Og eftir að hafa hugleitt þetta nánar í kvöld, þá gerði ég mér fyrir því að fangi á við Guðbjarna, væri kannski ekki svo "klár," því að hann hugsaði greinilega ekkert út fyrir "kasann." Hugsunin snérist greinilega bara um að fá að faraút, 'og koma ekki til baka' (sem sagt verða óþægur sem er andstaðan við þá hegðun sem fanginn sýndi í fangelsinu), án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Sem sagt, Guðbjarni pældi bara í því að vera 'góður fangi' til að komast út, en hann var ekki nægilega klár til að gera sér grein fyrir afleiðingunum: hvaða neikvæðu áhrif strokin hefðu fyrir vini og vandamenn.

Afleiðingarnar eru þær í fyrsta lagi að ef vinir og vandamenn hilma yfir með fanga, fá þeir á baukinn. Og ef fanginn næst aftur í grjótið, missir hann 'vildarpunkana sína' og lendir í einangrun til að byrja með.

Það er miklu skynsamara fyrir þessa gæja, sem hafa lent í grjótinu, að sýna stillingu, og fá að launum umbun, t.d. með því að fá að fara út í heimsókn til ættingja eða vina, og skila sér svo til baka.  Ef þeir gera það, fá þeir svona útivistarleyfi með sanngjörnu millibili. Dæmdir í nokkur á Hrauninu geta verið lengi að líða en eru miklu fljótari að líða ef fangar fá að njóta útivistar. Og þeir sem haga sér best, geta í mörgum tilfellum fengið reynslulausn fyrr en aðrir sem eru í ruglinu og haga sér illa.

En það verður svo að koma í ljós hvort þeir fangar sem fá reynslulausn fljótlega, eigi eftir að standa sig í lífinu eða fari aftur í sama gamla farið hvað varðar glæpsamlega starfsemi.

Ég hef á tilfinningunni að ástæðan fyrir því að Guðbjarni gaf sig fram í dag, er að hann hafi verið beittur miklum þrýstingi frá vinum og kunningjum sem þurftu greinilega að þola húsleit lögreglu vegna 'vanskila' fangans á sjálfum sér.

Þetta sýnir mér að Guðbjarni er a.m.k. ekki svo vitlaus eða ruglaður að hann taki ekki tiltali. En vonandi á hann eftir að læra að hugsa aðeins "út fyrir kassann" þegar til lengri tíma er litið.

Vonandi á þessi Litlahrauns-strákur eftir að ná áttum í lífinu og fatta að hann er það klár að hann getur hagnast á öðru en því sem er ólöglegt.

 


mbl.is Fanginn gaf sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ingibjörg. Þú gerir þer kanski ekki grein fyrir því að fangar eru fangar vegna þess að þeir hafa ekki fullkomið vald á öllum sínum gjörðum og hegðun? Hvar er lækna-lyfja-kerfið? Hver sveik?

Mér finnst þú kaldlynd og skilningslaus í þínum fullyrðingum. Hvað finnst þér um það þegar fólk notar vitið sitt til að ræna banka og sína eigin þjóð? Sleppa svo við að fara í fangelsi?  Þú verður að geta útskýrt það fyrir okkur sem erum bara svona venuleg, eða eitthvað svoleiðis álíka ó-gáfulegt? M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2010 kl. 00:31

2 identicon

Þú ert sjálf dómhörð og þröngsýn að segja að allir fangar hafi ekki fullkomið vald á gjörðum sínum.

Mér fannst þetta bara ágætis lesning.

Hermann Bridde (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:59

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæl Anna, og takk fyrir að svara bloggfærslunni minni. Það eru bara ekki fangar sem hafa ekki fullkomið vald á sínum gjörðum og hegðun. Það er fullt af fólki hér úti sem hefur ekki stjóirn á sínum gjörðum. En ekki lenda allir í fangelsi, þar sem ekki næst til allra.

'Lækna-lyfja-kerfið' sem þú nefnir, ja, hvað er að? Samanstendur það af læknum sem skrifa upp á lyf fyrir fýkla, gegn greiðslu, eða samanstendur það af fýklum sem þvinga lækna til að gefa út lyfseðla án ástæðu, eða annað. Hvað áttu við með "hver sveik?"

Ég er ekki tilbúin til að gera greinarmun á aðila sem rænir banka með lambhúshettu og ógni gjaldkera og þeim aðila sem notar eignarhald, sambönd og stjórnmálaaðgang, til að ræna banka innan frá. Í þessu tilfelli ert þú ósanngjörn í því að segja mig kaldlynda og skilningslauna. Sá sem verður uppvís að því að ræna banka, vísvitandi, sem hvítflibbi (eins og ég flokka alla 'útrásarvískinga' þessa lands), sem fékk lánað ótakmarkað úr bönkunum, á ekki að hljóta vægari refsingu en lambhúshettuþjófurinn sem rændi kannski sama bankann.

Ef enginn Íslendingur verður dæmdur vegna misnotkunar á aðstöðu sinni vegna eignarhalds eða annara tengsla við íslenska banka á næstunni, þá búum við hreinlega í BANANAlýðveldi. En ef einhver er sekur í þessu, þá er það mest um vert að vandað sé til málatilbúnaðar, ef á að sækja einhvern til saka. Og það tekur tíma.

Ég bið þig um að gefa sérstökum ríkissaksóknara tíma til að geta stefnt fólki sem hefur verið að 'ræna banka' (þín orð) tíma til að útbúa málshöfðun ef rán hefur átt sér stað.

Fangar sem þegar sitja inni, hafa verið dæmdir. Og þeir sitja sinn dóm, þar ti lyfir lýkur.  Hvort sem þeir hafa rænt banka eða ekki, undir áhrifum lyfja eða ekki.

En við verðum bara að bíða og sjá hvortr ÞJÓÐRÆNINGJARNIR hljóti dóm.

En svona þér að segja, Anna, að þá er það altalað hér í þjóðfélaginu, að þeir aðilar sem eru aðilar að svokallaðri Frímúrarareglu, sleppi. Burt séð frá ráni að banka innanf rá. Sorrý. En ég því miður ekki upplýst þig um hverjir eru aðilar að Frímúrareglunni hér á Íslandi. En kannski geta aðrir lesendur að þessu bloggi upplýst okkur um.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:15

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vinn á bar við Laugaveginn og ég hef heyrt fíkla hringja í lækna og panta læknadóp í gegn um síma.  Það virðast vera margir læknar sem senda resept til apóteka fyrir fíkla.  Svo hef ég náttúrulega oft heyrt fíkla hringna í fíkniefnasalana sína, þá er notað dulmál. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:51

5 identicon

Þakka ykkur stelpur, fyrir innlegg ykkar við þetta blogg. Ég vona, eins og allir viti bornir einstaklingar í þessu þjóðfélagi, að þeir sem rændu bankana að innan verði sóttir til saka. En það getur orðið erfitt, þar sem að ákveðnir einstaklingar eru varðir með samtryggingu aðila sem eru meðlimir í Frímúrarareglunni.

En hvað fanga varðar, þá er ég sammála því sem Anna Sigríður nefnir um "lækna-lyfja-kerfið" hver sveik, því að ótrúlega margir aðilar fá ávísun á lyf sem skaða þá.

Og Jóna Kolbrún minnir á, í sinni athugasemd, að fíklar þurfi einfaldlega að taka upp tólið til að panta sér lyf. Kannski lyf sem þeir heilsufarslega séð, þurfa ekki á að halda.

Ég veit um gott dæmi um slíkt, og mun segja ykkur frá því síðar. Því ég ætla að reyna að rifja upp dagsetningar og kannski nöfn, því til staðfestingar.

En öll misnotkun á lyfjum er til hins verrra. Og ég held að heimilislæknar eigi ekki sjö dagna sæla fyrir ágangi fíkla. Þetta er kannski skýringin á því að nú er skortur á heimiislæknum á höfuðborgarsvæðinu???

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband