Sorgleg fétt fra Washington - Þú getur lært af mistökum annarra.

Rafmagn er alltaf hættulegt. En skv. fréttinni vissi maðurinn ekki að rafmagslína væri í skurðinum sem hann pissaði í. Þess vegna fór sem fór.

En hætturnar eru víða. Mig langar að benda á eitt atriði í þessu sambandi. Lítil börn opna neðri-skúffur og skápa í eldhúsum. Margir eru með uppþvottalög, klór og fleiri 'eiturefni' í neðriskápum í eldhúsum. Þess vegna má maður aldrei skilja barn eftir eitt í könnunarleiðangri í eldhúsi. Varðandi rafmagn, þá man ég eftir tilfelli þar sem litlar stelpur voru að fóðra innstungur í íbúðinni með appelsínuberki, meðan foreldranir sváfu.

Það er hættulegt að sofa út, meðan barnið fer á stjá. En rafmagnið getur verið hættulegt sem og neðri skápurunn í eldhúsinu: ég man eftir tilfelli á 9. áratugnum, þar sem að barn komst í neðri skáp og drakk hreingerningarlög. Það skaðaði mjög svo meltingarfæri barnsins. Ég gleymi þessu aldrei og er því alltaf á verði gagnvart þessu, þegar börn eiga í hlut. 

Skynsamlegast væri fyrir foreldra sem eiga ung börn, að hafa hreingerningarlög, klór og álíka efni í efri skápum í eldhúsil eða í búri, sem að börning komast ekki í, þó að foreldrarnir sofi aðeins út.


mbl.is Kastaði af sér vatni á raflínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Rétt er það. Slysin gera ekki boð á undan sér.

Sé að einhver bloggari er að gera gys að þessum manni sem dó við raflostið. Held satt að segja að sumir séu ekki með toppstykkið í lagi.

Og í könnunarleiðangri barnanna er gott að fylgjast með og útskýra fyrir barninu hvað það finnur. Það gefur því ábyrgðartilfinningu og eykur samvinnu, í stað þess að bara banna barninu.

Ólafur Þórðarson, 3.3.2010 kl. 03:14

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Rafmagn er reyndar ekki hættulegt þegar það er á heimilinu. 

Ég veit ekki til þess að neinn hafi dáið úr raflosti hérlendis, þó það geti gerst ef viðkomandi er hjartveikur. Veit einhver betur?

veffari, húmor drepur engan. Láttu bara vera að gera grín að þessu sjálfur, og sjáðu aðra í friði með það sem þeir gera.

Teitur Haraldsson, 3.3.2010 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband