Hundurinn lifði þetta af. - Kötturinn okkar týndist um daginn. Ég sagði bara að hann hefði flúið undir sófann, eða inn í elhúsinnréttinguna, eins og hann átti til, ef ókunnuga bar að garði. En það var víst ekki svo. Ekkert bólaði á kettinum. Fyrr en hann fannst í útikompunni eftir nokkra daga. En þannig hagar til að þessi köttur býr í risíbúð og kattarklósettið er staðsett fyrir köttinn úti á þaki. Þannig að kötturinn hefur greinilega dottið eða stokkið fram af þakinu nú í byrjun febrúar. Fallið er kannski ekki minna en sem hundurinn féll. - Kötturinn var slæptur og haltur þegar hann hannst. En jafnaði sig fljótlega. Þetta er læða sem heitir "ÞOKA". - Ég velti fyrir mér, að ef ég, eða einhver manneskja félli ofan af þaki í risíbúð, að þá lifðum við það líklega ekki af. Eða hvað? En af hverju lifa dýr af svona hátt fall?
Hér er mynd af Þoku, sem lætur sér fátt um finnast þó að ég sé að taka mynd af henni. Og sem lifði af þótt hún hafi fallið ofan af þaki úr risíbúð hér í Reykjavík. Eða stökk hún viljandi?
Þegar ég var krakki átti ég skjaldböku. Hún féll einu sinni niður af svölum af annari hæð í blokk. Hún lifði það af. Án þess að slasast. - Hvað skilur á milli okkar mannfólksins og dýranna eiginlega? Hef stundum pælt í þessu. Á einhver svör við þessum mismun milli manna og dýra???
Hundurinn lifði af 90 metra fall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég myndi nefna tvær ástæður fyrir þessum mun.
1. Hreyfiorka ákvarðast af massa og hraða samkvæmt jöfnunni E_k = 1/2*m*v^2. Sem dæmi er 70 kg maður í frjálsu falli á hraðanum 50 m/s með hreyfiorkuna E_k = 0.5 * 70 * 50 * 50 = 87500 joules. Til samanburðar er 5 kg köttur á sama hraða með hreyfiorkuna E_k = 0.5 * 5 * 50 * 50 = 6250 joules.
Við lendinguna breytist þessi hreyfiorka í hita og krafta sem skaða líkamann.
2. Mörg dýr, sérstaklega kettir, hafa þann einstaka hæfileika að geta dreift þessari orku um líkamann við lendinguna með eins konar fjaðuráhrifum. Í stað þess að skella á yfirborðið með einum hvelli þá er það í eðli þeirra að lenda á löppunum með bakið fett upp á við, sem sveigist síðan niður á við líkt og fjöður. Við það dreyfist orkan um líkamann og verður þannig undir skaðlegum mörkum.
Að auki má bæta við að fljótlega næst hámarkshraði við frjálst fall, vegna loftmótstöðunnar. Það tekur um 3 sekúndur að ná 50% hámarkshraða, 8 sekúndur að ná 90% hámarkshraða og einungis 15 sekúndur að ná 99% hámarkshraða.
Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 02:08
Takk kærlega fyrir þetta svar, Þórarinn. Þetta útskýrir af hverju kötturinn Þoka lifði þetta fall af. Maður er illa af sér í eölisfræðinni. Nánast mjög illa. En fínt að fá svona útskýringar á hvað gerist þegar gæludýrn stökkva fram af.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 3.3.2010 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.