Þetta fyrirtæki er gjaldþrota ...

En það er enginn tilbúinn til þess að viðurkenna það, eða staðfesta. Einfaldlegasta lausnin er að láta fyrirtæið falla og vera ekkert að veseneast í að reyna að bjarga því. Því miður, því þetta er flott fyrirtæki. En hefur ekki verið rekið í samræmi við raunveruleikann.

Nóg er af flugfélögum sem fljúga hinga til lands og frá því. Heimurinn hrynur ekki þó að Wow falli.

Ef Wow fellur, tapar Isavia einhverju, í nafni okkar skattborgaranna, og einhverjir aðrir.

En það sem við græðum á falli Wow er að kolefnafótsporum í háloftunum fækkar.

Spyr sjálfa mig hvort ekki verða sett hömlur á ferðir flugfélaga í framtíðinni til að sporna við mengum í háloftunum.

Ef Wow fellur, verður einu flugfélaginu færra til að menga jörðina.


mbl.is WOW færi sömu leið og Air Berlin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband