Bakhlið bréfsins snýr að myndavélinni!

Það vekur athygli mína að þeir sem skoða myndina með fréttinni sjá bakhlið bréfsins. Trump hefði átt að snúa framhlið bréfsins að linsunni. Því það væri áhugavert að sjá hvernig bréfið er stílað á forsetann. T.d. er það handskrifað eða vélritað? Er það stílað á nafn hans og titil eingöngu, eða er heimilisfangið einnig tilgreint, o.s.frv.

Þegar myndin er stækkuð má sjá að Trump hefur þegar opnað bréfið, og það hefur verið innsiglað með límmiða sem búið er að rífa af. Ég skal taka hann trúarlegan þegar hann segist ekki hafa lesið bréfið, þótt hann hafi opnað það, enda hefur ekki gefist tími til þess (að lesa til fulls?) þar sem sendifulltrúinn er þarna ennþá á skrifstofu hans.


mbl.is Kim sendi Trump „risastórt“ bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband