Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frábært skref hjá Krónunni

Ég fagna því að Krónan opni lágvöruverslanir á kostnað Nóatúns. Ég bý á 105 R. og í hitteðfyrra átti ég samtal við fólk í því hverfi, þar sem ég var að vinna: fólki var mjög umhugað að fá lágvöruverslun í hverfið. Umræðan snérist m.a. um að fá Jóhannes í Bónus til að opna Iceland verslun í hverfinu.

Því miður lést Jóhannes um aldur fram, og ég hitti hann ekki ekki eftir að hafa heyrt óskir íbúanna á 105. En töluvert er af öldruðu fólki á 105, og það á skilið að geta verslað í lágvöruverslun, sem og við hin í hverfinu.

Vissulega eru lágvöruverslanir í grennd, t.d. Bónus Holtagörðum og Bónus Laugavegi. En það sem vantar í hverfi 105 á svæðinu sem markast kringum Laugardagslaug, og er jafnvel í göngufæri, eða stuttri strætóferð fyriri aldraða, er einmitt LÁGVÖRUVERSLUN.

Ég fagna komu Krónunnar í mínu hverfi! 


mbl.is Buddan rekur fólk frekar í Krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar gagnv. Múslimum fyrir fjölkvæni - En það á sér skýringar.

Svokallað fjölkvæni Múslima á sér aldagamla hefð sem skapaðist aðallega vegna þjóðfélagslegra aðstæðna. Vegna stríðsátaka. Eiginmenn voru kallaðir í stríð, og þeir sem féllu komu auðvitað ekki til baka.

Eiginkonur og börn stóðu ein uppi. Hvað varð til bragðs? Á þessum tímum voru hvorki til ekkju- né barnabætur.

Og hvað gerðist? Næsti nágranni tók að sér ekkjur og föðurlaus börn. Oft margar.

Líklega varð það hefð með tímanum að þessi nágranni varð að kvænast konunni, eða konunum, vegna þess að í þessum þjóðfélögum tíðkast það ekki að kona bara búi með manni.

Sem sagt, stríð leiðir til þess að konur urðu ekkjur, þannig að mun meira var af konum á lausu en karlmenn. Þeir tóku þær að sér, í viðbót við eiginkonuna. Þannig varð fjölkvænið til.

Ég las um þetta í Kóraninum í fyrra, en kunningjafólk mitt eru múslimar frá Pakistan og lánuðu mér Kóraninn sem ég gluggaði aðeins í.


Mæli með sölubás Fjölskylduhjálparinnar í Kolaportinu

Keypti nýja barnabók á 100 kall, sem ég ætla að nota í jólagjöf síðar. Á básnum hjá þeim fást ýmsar nýjar barnabækur og nýjar vörur á mjög hagstæðu verði. Sá þarna t.d. karlmannsfatnað, skyrtur, jakka og gallabuxur á spottprís! Mæli með þessum bás í Kolaportinu.


mbl.is Ánægð að geta selt föt í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar ekki eitthvað í öryggisflóru Strætó bs?

Samkvæmt fréttinni eru "ný og endurbætt farþegasæti" í nýju vögnunum sem Strætó bs. hefur fest kaup á. Þar kemur ekki fram hvort sætin hafa öryggisbelti.

Á sumum leiðum Strætó, þar sem ég hef verið farþegi, keyra bílstjórar allt of hratt, og hef ég kvartað til fyrirtækisins vegna hraðaksturs bílstjóra. Aukið öryggi felst í bílbeltum, en það er ekki nægilegt ef bílstjórar AKA OF HRATT.

Hef ég sérstaklega áhyggjur af foreldrum með ungabörn, sem taka sér far með þessum hraðaksturs-bílstjórum; þeir taka barnið sitt yfirleitt úr kerrunni og halda á því. Og engin eru bílbeltin.

Öryggismyndavélakerfi verndar hvorki foreldri né barn í hraðakstri.

Bílstjórarnir vinna undir gífurlegu álagi og eiga að skila sínum vagni á réttum tíma á hverri stoppustöð, en á álagstímum seinkar þeim og þess vegna lenda farþegar í hraðakstri. Það er ekkert öryggi í því, þrátt fyrir myndavélakerfi og aðrar græjur.

Síðast í kvöld tók ég strætó sem var á seinkun og ég þurfti að ríghalda mér í næsta sæti til að halda sjó í akstrinum. En við venjulegar aðstæður, þegar bílstjóri keyrir bara eins og maður, get ég lesið í rólegheitum á leiðinni.

Nýjir strætisvagnar þjóna engum nýjungum, nema þeir hafi bílbelti og vagnstjórar keyri á eðlilegum hraða.

 


mbl.is Strætó með fullkomnum myndavélabúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu húsin í Noregi - á sjöunda áratugnum - hvað hefur breyst?

Ég man alltaf eftir "litlu húsunum í Noregi" en snemma á sjöunda áratugnum þegar ég var á aldrinum 5 til 10 ára ferðaðist ég töluvert með Flugfélagi Íslands og áfangastaðurinn var alltaf Kaupmannahöfn með viðkomu í Osló. Þegar flugfvélin flaug yfir Osló, og líka Kaupmannahöfn, í aðflugi til lendingar, þóttu mér húsin svo pínulítil. Í mínum barnshuga voru þetta "litlu húsin" og mér fannst tilkomumikið að sjá svona lítil hús í útlöndum.

En auðvitað var maður á dúkkúhúsaaldrinum á þessum tíma, en ég hélt í alvörunni að þetta væru svona lítil hús. Sjálfsagt fékk ég skýringar á þessu á sínum tíma.

En í dag veit ég auðvitað að hús, bílar o.fl. virðast svo agnarsmá séð úr mikilli hæð úr flugvél.

Ég horfði á myndbandið frá Noregi. Þetta er kallað dúkklísumyndband og sagt er að sérstakri myndavæélatækni sé beitt, þannig að allt virðist minna en það er, eins og hálfgerðar dúkkúlísur.

Skv. mínu sjónminni sé ég lítinn mun á mynbandinu og það sem ég hef séð gegnun glugga í flugvél í töluverðri hæð í gegnum tíðina.

 


mbl.is „Dúkkulísumyndband“ af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka 1- 1.janúar 2015 - Byrjað er að lækka vöruverð.

Skrapp út í búð á nýársdag, vissi ekki einu sinni hvort versluin væri opin, en jú þarna hafði verið opnað kl. 11. Merkilegt nokk. Sígarettupakkinn ódýrari en á gamlársdag. Hann hafði lækkað um 15 kall að sögn afgreiðslukonunnar.


Áramótaslys ...

Í fréttinni segir að "flugeldur fór í andlit barns í Austurbænum kl. 13:15 í dag." Það virðist ekki skipta máli þó að það sé gamlársköld eða nýársdagur: barnið þitt getur orðið fyrir flugeldaslysi hvenær sem er á þessum árstíma. Láttu börnin þín nota hlífðargleraugu!


mbl.is Flugeldur fór í andlit barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótakvöldverður í rúst eftir sprengjuslys - Er ekki kominn tími til að ...

... breyta? Þetta datt mér í hug eftir af hafa lesið fréttina þegar áramótaterta sprakk í loft upp á Bergstaðastrætinu á gamlárskvöld. Rúður brotnuðu, glerbrot lentu á matarborðinu og mildi að ekki yrði stórslys á fólki, börnum og fullorðnum.

Íbúar götunnar eiga alla mína samúð.

Þetta atvik fær mig til að íhuga að benda borgaryfirvöldum á að leggja algjört bann við að íbúar sprengi rakettur, tertur og annað stórtækt í íbúðagötum, eða annars staðar þar sem húseignir eru til staðar. Lágmark stjörnuljós.

Ef íbúar vilja sprengja upp dót, að þá væri það sterkur leikur fyrir borgina að setja reglugerð um að ekki megi sprengja í íbúðagötum etc. en tilgreina ákveðin opin svæði þar sem má sprengja á gamlárskvöld.

Margir fara á ákv. opin svæði til að sprengja, en allt of margir fara bara út á götu hjá sér og sprengja þar, eins og enginn sé morgundagurinn.

Þar sem ég þekki til, eru íbúar ekki sáttir við að vera fjarverandi á gamlárskvöld, þar sem mikið er sprengt upp í götunni.

Ég sjálf er ekki sprengjudellu kelling, þó að ég væri alveg til í að kveikja á þráðum á gamlárskvöld, en það er aðöallega sparnaður og hagsýni sem heldur aftur af mér.

En nýjasta nýársheiti nitt verður að vinna í því að leggja það til við borgina, og borgarstjóra, að bannað verði að sprengja upp í heimagötum á gamlárskvöld.


mbl.is „Eins og kjarnorkusprengja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur nokkur Kjartansson gagnrýnir Kryddsíldina

Ég er sjálf líklega ekki gjaldgeng til að gagnrýna Kryddsídina, þar sem ég hef ekki rýnt djúpt í hana gegnum árin.

En téður Guðmundur Kjartansson segir m.a.:

"Kryddsíldar þátturinn á Stöð 2 er lélegasti og ómerkilegasti sjónvarpsþátturinn af innlendum vettvangi sen ég hef séð árum saman. Það er fyrst og fremst eigendum sjónvarpsstöðvarinnar og etv. þáttargerðarfólki að kenna."

Það sem ég tók sérstaklega eftir í Kryddsíldinni, var að kvenkyns stjórnandinn notaði mikið puttann á sér þegar hún var að tala. Otaði puttanum ákaft fram á við til að leggja áherslu á því sem hún var að segja og var svo að juða með puttana þess á milli.

Þetta átti þvi miður líka við einhverja viðmælendur Kryddsíldarinnar, en otandi putti þykir ógnandi og óviðeigandi í ræðumennsku.

En téður Guðmundur Kjratansson, gefur ekki kost á að almúginn geti sent honum athugasemdir við bloggið sitt. Þess vegna skrifa ég þessa bloggfærslu.

En það voru fleiri athugasemdir sem Guðmundur gerði við Kryddsíldina, og langar mig til að blogga um það síðar, þar sem bloggarinn Guðmundur gefur ekki kost á að aðrir bloggarar geri athugasemdir við hans blogg.


Grunar að ýmsir gangi með forsetgann í maganum ...

... þessa dagana. En ég held ekki að Gnarrinn sé beinlínis í þessum sporum. A.m.k. ekki að hann sé kominn á steypirinn hvað þetta varðar. En kannski kitlar það hann að sá fræji sem gæti orðið að framboði, og vill e.t.v. sjá hverjir fara fram, áður en hann tekur afstöðu.


mbl.is Jón „volgur“ fyrir forsetaframboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband