Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.8.2015 | 21:42
Greind með Lifrarbólgu-C en fær ekki lyfjastuðning frá ríkinu.
Sá í fréttum í gær viðtal við konu í Vestmannaeyjum sem smitaðist af lifrarbólgu, sem og barnið hennar. Smitið átti sér stað á íslensku sjúkrahúsi. Konan fær ekki stuðning ríkisins að fá ný lyf við sjúkdómnum. Lyfin þykja dýr, og skv. viðtalinu við konuna var henni sagt að hún væri þegar búin að fá bætur frá ríkinu.
Þetta er bara Ísland í dag. Það er því miður ekki að styðja við þegna sína, á sama tíma og ákveðið er að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Sem er ekki í frásögur færandi, þannig. En uppistaðan, eða reyndar valið, á flóttamönnunum, skv. ríkinu, er að bjóða einstæðum mæðrum, samkynhneigðum og veikum flóttamönnum hingað.
Já einmitt. Hvað felur í sér veikir flóttamenn? Ég hef á tilfinningunni að veikur flóttamaður fengi jafnvel meiri þjónustu en íslenskur þegn.
31.7.2015 | 23:38
Barn skilið eftir sofandi í bíl við Seljalandsfoss
skv. frétt á Mbl.is - Ég segi bara nei. Svona gerir maður ekki.
Ekkert foreldri á að skilja barn eftir, þó að það sé sofandi, í bíl.
Ungir foreldrar í dag gera sér greinilega ekki grein fyrir ástandinu á Íslandi í dag, eða í heiminum almennt.
Nánast á hverju götuhorni bíða barnaræningjar eftir að vippa ungum börnum upp, sem síðan verða notuð til vændis. Íslenskir forerledrar verða hreinlega að vera meðvitaðir um ásókn glæpagengja í ung börn, og verða t.d. að vera mjög varkárir í flugstöðvum þegar þeir eru að feðast.
Þetta er bara Ísland í dag. - Fyrir nokkrum árum kom ég að sofandi barn í kerru á 101 R. Þegar faðiriinn birtist loksins reyndi ég að gera honum grein fyrir að þó að þetta væri í Reykjavæík, væru líkur á því að að dópisti sæji kerruna sem gjaldmiðil, þó að hann eða hún hefði ekki barnarán í huga.
Ok, lítð barn, eða bara kerra. Þetta er gjaldmiðill ólíkra hópa.
Mín skilaboð eru: passaðu sérstaklega vel upp á barnið þitt. Skítt með kerruna eða vagninn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2015 kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 00:58
Hver er markhópurinn til að versla á matarmarkaði á Hlemmi?
Ég hef ígrundað þessa hugmynd borgaryfirvalda, til að setja á stofn matarmarkað og veitingahús á Hlemmi. Vissulega hefur orðið breyting á gangandi umferð í borginni á undanförnum árum. En það sem ég hef tekið eftir er að ekki virðist umferð gangandi vegfarenda né ferðamanna hafa aukist þarna á svæðinu. Heldur ekki á ofanverðum Laugavegi.
Bílastæði við Hlemm eru í lágmarki. Þeir sem sækja Hlemm aðallega, eru vegfarendur sem nota Strætó bs. Það eru aðallega nemendur, öryrkjar, nýbúar og aldraðir. Þetta er hvorki fólk sem lætur eftir sér að versla á matarmörkuðum, né að versla á fínu kaffihúsi.
Fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan var heildsölubakarí á Hlemmi. Þar gat maður keypt dags- gamalt brauð á góðu verði. Af hverju hætti þessi starfsemi? Var veltan kannski ekki nægileg, til að réttlæta reksturinná þessum stað?
Í upphafi voru margir rekstraraðilar á Hlemmi. Margar litlar verslanir með ýmis konar varning. Og maður tók nú sérstaklega eftir einni versluninni, sem var með snyrtivörur og svoleiðis, enda eiginmaður konunnar sem rak verslunina, vel tengdur í borginni. Var líklega í borgarstjórn á þeim tíma. En það er önnur saga.
En allur þessu rekstur lagði upp laupana á Hlemmi. Af hverju? Líklega af því að þetta gekk ekki. Veltan var ekki nægilega mikil til að geta haldið úti rekstri þarna með hagnaði.
En ég bara fagna því, ef einhver fínn matarmarkaður og veitingahús fái þrifist þarna nú, á breyttum tímum.
En þeir sem sækjast aðöallega að Hlemmi, eru þeir sem nota Strætó bs. og þetta er ekki fólk sem er að sælast eftir að versla á matarmarkaði eða sitja á kaffihúsi. Því miður.
Matarmarkaður verður á Hlemmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2015 | 22:27
Kári skattakóngur - ef hann hefur einhverja samvisku
ætti hann að kaupa hlutabréf í Íslenskri erfðagreiningu af hluthöfum sem keyptu á árunum fyrir hrun í félaginu.
Mér er spurn? ef þetta félag gengur svona vel og aðal forsprakkinn í þessu félagi er einn af skattakóngum Íslands árið 2015, hvað varð þá um hluti sem fjöldi Íslendinga keypti í félaginu á árunum fyrir hrun? Ég mun óska eftgir skýringum frá Ríkissktattsjóra varðandi þetta.
Kári: viltu ekki bara kaupa hlutabréf í eigin félagi af okkur fjölmörgum Íslendingum sem keyptu hlutabréf í Íslenskri erfðagreiningu hér árunum fyrir hrun?
Ég á eftir að fá skýringu á, af hverju verðbréfamarkaðir vestra lokuðu á sölu á þessum bréfum á sínum tíma (í hruninu), sem og hér á Íslandi, en svo virðist vera að hlutafélagið gangi vel, miðað við skattlagningu á aðaleiganda þess, m.v. rekstur 2014.
Það er eitthvað bogið við félagið Íslenska erfðagreiningu í samnhengi við þátttöku þess á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði, sem og hér á Íslandi.
22.7.2015 | 23:43
Jákvætt að Ísland styðji flóttamenn
enda ekki vanþörf á. Mín afstaða er sú að ástæða fyrir svo mikilli fjölgun flóttamanna á síðustu misserum sé fyrst og fremst upplýsingatæknin. Fólk í löndum þar sem þurrkar, matarskortur, fordómar gagnvart samkynhneigðum, pólitískum skoðunum og fleira, fær upplýsingar á netinu að þarna úti eru lönd, þar sem einstaklingur má hafa skoðanir, vera samkynhneigður, þar rignir eins og hellt er úr fötu og ekki matarskortur.
Ekki undarlegt þó að fólk með sömu grunnþarfir eins og við flýji í umvörpum í fyrirheitna landið. Við verðum að virða þetta.
Ísland tekur við flóttamönnum núna. En það gæti líka komið að því að Íslendingar þyrftu að flýja þetta land á komandi tímum. Annað hvort vegna efnahagslegs hruns eða mikilla jarðelda. Hef oft hugsað um það. Hvað ef t.d. móðuharðindin hin nýju, tækju sig nú upp einn góðan veðurdag í formi mikilla jarðhræringa með eldgosi og öskufalli, sem stæði mánuðum saman?
50 flóttamenn til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.7.2015 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2015 | 02:21
Ferðamenn gista hvar sem er - jafnvel undir Effelturninum
svo framarlega sem þarf ekki að greiða fyrir stæðið.
Ungt fólk á ferð, sem hefur ekki mikið milli handanna bjargar sér. Það getur sofið, borðað og gert það í bílnum. Bíllinn hefur þá náttúru að hann verður heimili fólks á löngu ferðalagi.
Man sjálf eftir að hafa lagt bílnum undir Effel-turninum að kvöldi til og sofið þar án þess að nokkur hafi sett sig upp á móti því. Það getur svo sem vel verið að lögreglumaður hafi bankað á bílgluggann um kvöldið, og maður hafi þóst vera á leiðinni út úr bílnum að skoða Effelturninn, en ég man samt ekki hvort löggan kom þarna á kvöldvaktinni sinni.
Þess vegna kemur mér ekki á óvart að ferðamenn leggja á stæði við t.d. HR.
Ferðamenn gista á bílastæði HR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2015 | 01:40
Vert í Vík líbó gagnvart klósettnotkun feðamanna
hvort sem þeir versla við hann eða ekki. Er sammála þessu viðmóti. Þetta er svokallað "give to get marketing" aðferð. Sem skilar sér að lokum og/eða annarstaðar í sveitarfélaginu. Gott viðmót skiptir öllu.
En svo er bara hvort klósettin séu þrifin. Og hrein þegar viðskiptavininum er mál. Um það er ekki að ræða í flóttamannabúðum! - Það vantar oft uppá að klósett séu hrein á þjóðvegi 1 og jafnvel á 101 Reykjavík. Hvaða álit fá ferðamenhn um okkur Íslendinga þegar þeir koma að ógeðslegum klósettum?
Var á ferðinni í byrjun júlí og frétti að karlaklósettið í Varmahlið væri skítugt. Hef sjálf unnið á kaffihúsi á 101 Rvík. og ungt fólk er ekki í þeim gírnum að þrífa klósett. Þurfti oft að byrja morgunvaktina á því að þrífa WC-ið.
Ég get gefið Hressingarskálanum og Nonnabita góða einkunn í klósetmálum (101 R.) og BK kjúklingi á Grensásvegi.
En varðandi t.d. flóttamannabúðirnar í Lesbos í Grikklandi skv. fréttum á RÚV í kvöld, þriðjudag, þá var greinilegt að enginn hafði þrifið klósettin þarna í langan tíma. Þetta minnti mig á klósett á 101 R. þar sem ég hafðfi verið að vinna. Stundum mætti ég á vaktina og klósettin voru í rúst.
Það er greinilega enginn í þessum flóttamannabúðum í Lesbos sem hefur frumkvæði að halda klósettunum hreinum. Það er ekki eins og að flóttamenn séu í fullri vinnu, eða hafi eitthvað mikilvægt fyrir stafni dags daglega. Kannski er þessu fólki sama þó að klósettin séu ógeðsleg.
En sem sagt, Elías í Vík er líbó gagnvart frírri klósettnotkun ferðamanna, og flóttamenn í Lesbos eru líbó gagnvart grútskítugum klósettum á svæðinu.
Og eins og ég hef marg oft sagt, í fjölskyldunni, varðandi öll þessi hótel sem verið er að byggja í Reykjavík: hver á að þrífa þetta?
Það fá allir að nota klósettið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2015 | 00:56
Með því að safna peningum ...
og ekki að eyða þeim jafn óðum, eins og maður gerði þegar maður var ungur.
Vann með ungri konu sem var að kaupa sér íbúð, hún er 22ja ára. Hún byrjaði ung að safna sér, með því að vinna eftir skóla frá 13 ára aldri. Þau ungmenni sem nenna að vinna og eyða ekki í vitleysu og/eða dettta ekki í það með kreditkortafyrirtækjunum og leggja á sig að spara, geta keypt sér íbúð með glans, þegar kemur að því að flytja að heiman.
Hvernig á ungt fólk að kaupa íbúð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2015 | 23:44
Hvað með ábyrgð Strætó bs?
Ég get líka staðfest að bílstjóri Strætó hafi verið í einkaviðtali í farsíma. Það var ekki á heiðskírum degi hér í höfuðborginni. Nei,nei. Það var í blindbil í Skagafirðinum í desember síðastliðnum. Og svo keyrði bílstjórinn nánast útaf á leiðinni á meðan hann var í símanum. Hvað annað?
Næst þegar ég sé farsímanotkun bílstjóra á þennan hátt mun ég tilkynna hann umsvifalaust.
Má nota snjallsíma undir stýri? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2015 | 00:10
Eru farsímaslys á við ölvunarakstur?
Mörg slys hafa orðið vegna framúraksturs á þjóðvegi 1. En mín reynsla er að bílstjórar eru oftast varkárir í framúrakstri á þesari leið, nú til dags.
Nú er greinilega ný vá í uppsiglingu: bílstjórar sem eru að aka og horfa á símann sinn í leiðinni.
Þetta gengur ekki.
Samt er á boðstólum handfrjáls búnaður. En það virðist ekki virka fyrir unga fólkið: ef það kíkir ekki á símann, heldur það, að það sé að missa af einhverju og einnig að það er svo áfjáð í að skoða hvort einhver hefur svarað því á Fésbók, að það getur ekki beðið eftir því að skoða þetta á næsta áfangastað.
Akstur einstaklings sem hefyr ánetjast snjallsíma má nánast líkja við einstakling sem hefur innbyrgt áfengi í ákveðnum mæli. Sá sem hefur neytt áfengis hefur minni viðbrögð við aðstæðum á vegi, enda sljórri en vanalega.
Farsímanotandinn horfir einfaldlega ekki á veginn framundann, enda eru augu hans á farsímanum, hugurinn hvorki við aksturinn né veginn framundan.
Veit ekki hvort er verra.
Sé bíl koma fljúgandi á móti mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)