Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023

Uppflettingar í sjúkraskrám/lyfjagátt

Fillipia, ung stúlka, á grunnskólaaldri í Danmörku var brottnumin fyrir nokkrum dögum. Ég vil kalla þetta mannrán. Sem betur fer fannst hún á lífi, með "meðvitund" eins og sagði í fréttum og var flutt á sjúkrahús. Nú, nokkrum dögum síðar hefur einhverjum starfsmönnum téðs sjúkrahúss verið sendir heim, vegna þess að þeir flettu upp í sjúkraskrá stúlkunnar. Í þessu tilfelli var hægt að rekja hver fletti upp, og hugsanlega án heimildar. Uppflettendur gætu verið kærðir í málinu ef flettingarnar voru án ástæði. Heimild: www.bt.dk

Hvernig skyldi þessum málum vera háttað hér á landi?

A.m.k. er ekki hægt að rekja uppflettendur í lyfjagáttinni á Íslandi samkvæmt nýlegum fréttum hér.


mbl.is Spyr hvort kennitölum ráðherra hafi verið flett upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband