Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2020
9.7.2020 | 00:38
Húsfrúin virtist valdamikil á 7. áratugnum
Ég er að blogga um frétt varðandi skemmtilega umræðu á Twitter um misskilning netverja þegar þeir voru börn.
Þegar ég var krakki hljómaði útvarpið hvort sem maður var að hlusta eða ekki. En maður heyrði þetta, og þulurinn las upp tilkynningar og sagði t.d.: fundir og mannfagnaðir. Kannski var það kynningar- eða stjórnmálafundur einhvers staðar. Og alltaf í lokin kom: Allir velkomnir meðan húsfrú leyfir.
Velti þessu mikið fyrir mér. Sko, ég var alltaf að pæla í því hvort að húsbóndinn eða krakkarnir mættu ekki fara á svona samkomur nema húsmóðirin á heimilinu leyfði það. Það var eitthvað bogið við þetta, í mínum huga var þetta ekki að ganga upp.
En þegar á leið,líklega einhverjum árum síðar, heyrði ég tilkynninguna rétta: "Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir."
Það er vor ... þú sem ert á himnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |