Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019
24.5.2019 | 00:39
Áhugaverð markaðssetning hjá upprennandi krimmahöfundi
Shane Morris sem deilir sögu sinni um 'heróínsmygl' á Twitter starfar í tölvugeiranum og er ótrúlega handlaginn í bílaviðgerðum, skv. sögu hans. Ég tek eftir að hann er mjög vel ritfær. Líklega er hann að prófa sig áfram á ritvellinum.
Hann er greinilega mikill aðdáandi John Grisham enda minnir lesningin svolítið á að vera kominn á kaf í Grisham-krimma.
Þessi gaur á eflaust framtíðina fyrir sér á krimma-skrifvellinum.
![]() |
Plataði heróínsala og komst upp með það |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2019 kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2019 | 23:07
Er 'eðlilegra' að vera skotinn í leikurum og söngvurun
frekar en forsætisráðherra einhvers lands?
Það virðist a.m.k. vera viðhorf fréttaritara mbl.is
Klemens, söngvari Hatara, segist vera skotinn í Theresu May. Sumum finnst ekki eðlilegt að ungur maður verði skotinn í sér eldri konu. En er það óeðlilegra en að vera skotinn í leikurum og söngvurum sem eru eitthvað yngri?
![]() |
Skotinn í Theresu May |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2019 | 02:05
Maður með bein í nefinu
Loksins heyrir maður í manni með viti. Chris Hughes, annar stofenda Facebook, vill að Face-book minnki vægi sitt á netinu. Það væri af hinu góða, þar sem miðillinn er farinn að gleypa til sín allt of mikið og margt. Hughes er reyndar ekki lengur aðili að Facebook.
![]() |
Einn stofnenda vill Facebook ei meir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |