Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019
14.4.2019 | 23:24
Útrýming minka er ekki lausnin!
Það á ekki að útrýma minknum frekar en mannkyninu sem er að eyðileggja jörðina.
Minnkurinn hlýtur að vera hluti af fæðukeðjunni. Fækka má minnk með átaki á sama hátt og hægja þarf á fólksfjölgun á jörðinni.
Jörðin tekur ekki endalaust við. Mannkynið framleiðir eins og enginn sé morgundagurinn, t.d. bíla, plast, fatnað, sem er farið að menga jörðina svo um munar.
Svo ekki sé talað um flugferðir og annað sem mengar. Ég hef spurt sjálfa mig hvenær kvóti verður settur á flugferðir og aðrar samgöngur. Það er ekki nóg að borga eða gróðursetja tré til að 'kolefnisjafna.'
Ef við viljum að hægt verði að búa á þessari jörð eftir 100 ár eða svo, verður að gera eitthvað róttækt í málunum.
Útrúming minnka er ekki lausnin, en það má fækka þeim, ásamt fleiru sem hér er framleitt af mannanna höndum.
Æskilegast væri að útrýma minknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2019 | 00:38
Kaldastríð II hefst.
Rússar hervæðast á norðurslóðum. Kaldastríð II er hafið. Engin spurning. Við spyrjum að leikslokum.
Vilja tryggja yfirráð yfir norðurskauti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |