Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019

Viðskiptavinir Landsbankans yfirheyrðir í heimabanka!

Fyrir nokkrum dögum, er ég átti leið í heimabankann til að borga reikninga, varð fyrir mér þröskuldur spurninga áður en ég gat haldið áfram að sinna erindinu. Spurt var um hvaðan peningarnir koma (sem maður leggur inn), hvort maður væri í launaðri vinnu, og svo fleira og fleira. Ég reyndi að svara þessu samviskusamlega og komst að lokum í heimabankann.

Eftirá á að hyggja, set ég spurningamerki við þessar spurningar bankans. Þarf bankinn að vita hvort ég sé í launaðri vinnu, þ.e. hvort ég starfa hjá einhverju fyrirtæki eða starfa sjálfstætt, til að geta verið viðskiptavinur bankans? Leita kannski til Persónuverndar til að fá uppl. um minn rétt.

Ég sé það núna að bankinn er undir ratsjá Fjármálaeftirlitsins varðandi peningaþvætti, sem skýrir spurningarnar.

Af hverju var þessi ratsjá Fjármálaeftirlitsins ekki virk á árunum rétt fyrir hrun? Hverjir voru í stjórn og/eða starfsmenn þess á þessum árum og hvaða hagsmunatengsl höfðu þeir við eigendur íslensku bankanna?

Helstu eigendur á árunum fyrir hrun:

T.d. Jón Ásgeir og co. í Íslandsbanka, ásamt Samherjamanninum, að norðan.

Bakkabræður, Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson og fleiri í Kaupþingi.

Björgólfsfeðgarnir keyptu hlut í Landsbankanum.

Kannski gleymi ég einhverjum. En við þekkjum leikslokin.

En núna, áratug síðar, er verið að rýna í viðskiptavini Landsbankans og líklega hinna bankanna, til að ganga úr skugga um að þessir viðskiptavinir séu nú örugglega heiðarlegir og stundi nú ekki peningaþvætti!

 


mbl.is Brotalamir í peningaþvættisvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöf. ... er þetta ljótt. Togarar eru miklu viðulegri skip!

Líklega hefur ljósmyndari snekkjunnar, Tor A. Johannessen verið orðinn mjög leiður á togurum og flutningaskipum og misst sig við sýn snekkjunnar "Bravo Eugenia" og tekið myndina.

Og ekki hefur sakað að hann hefur fest mynd af dýrustu snekkju í heimi! 30 milljarða virði! Líklega ekki þess virði að taka mynd af ódýrum farkosti.

Moggarar fengu myndina senda frá Tor, sem lýkir myndinni við fagran svan innan um togarana. Hvað ætli mogginn hafi greitt fyrir myndina? Þeir bitu á agnið hjá ljósmyndaranum. Þessi Tor kann vissulega að selja sig.

Það virðist sem Íslendingar geti ekki haldið vatni yfir þeim ríku og efnamiklu og hvað þá þegar þeir sigla fleyjum sínum í hafnir hér á slóðum eða mæta til landsins í vinnu- eða einkaerindum.

Og með ólíkindum hvað skrifaðar eru langar fréttir um ríka og fræga, sem vilja bara vera í friði og fara sínar ferðir án áreitis. En við lesum þessar fréttir þegar þær birtast, ef ekkert stórvægilegt er í fréttum sem við viljum frekar lesa.

En auðvitað er fegurðarskyn á skip alltaf smekksatriði hvers og eins. Ég kýs ódýrari kostinn: togarana.


mbl.is 30 milljarða snekkja við Körmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband