Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019

Minnisleysi Gunnars Braga fellur um sjálft sig ... sjáðu til!

Það hefur ekki verið trúverðugt að þingmaðurinn muni EKKERT frá því að hann steig fæti inn á Klausturbarinn og 36 næstu klst. Og svo er reynt að breyta umræðinni, að hann hafi týnt undan sér spjörunum, e.t.v. til að öðlast vorkunnsemi (kjósenda?).

En eftir að ég hlustaði á viðtal við Gunnar Braga á Útvarpi Sögu í gær, fékk ég staðfestingu á því að þessi þingmaður hefur alls ekki sagt satt.

Gunnar Bragi staðhæfir í viðtali við Arnþrúði á Sögu að Bergþór, samflokksmaður hans hafi greitt fyrir alla bjórana sem voru drukknir þarna.

Hvernig veit Gunnar Bragi þetta ef hann var haldinn minnisleysi frá því að hann steig inn á Klaustur??


mbl.is Týndi fötunum og man ekki neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband