Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018
11.12.2018 | 00:10
Er þetta boðlegt fyrir ferðamenn?
Að fljúga hingað til Íslands, hvort sem um er að ræða landa eða túrista, og svo þurfa þeir að dúsa úti í vél í 4 tíma vegna óveðurs. Hefði verið skynsamara að fresta flugferðinni hingað?
Biðu í á fjórðu klukkustund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2018 | 23:03
Yfirborðskennd yfiirlýsing varaþingmanns
Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson hefur ákveðið að taka sæti sem varaþingmaður Gunnars Braga, en var efins í fyrstu og að sögn, eftir að hafa hitt fólk út forystu flokksins, ætli hann að taka sætið ef hann væri þess fullviss að menn sýndu "iðrun" og "yfirbót."
Jón Þór segist fullviss um að flokkurinn vilji "laga þetta." Það er gott og vel. En hvernig ætlar flokkurinn að laga þetta? Á hvaða hátt? Hvaða tól eða tæki ætlar flokkurinn/alþingismennirnir að nota til þess?
Téðir aðilar í flokknum eru greinilega haldnir mikilli reiði. Braust hún út á Klausturbarnum, þegar áfengið fór á síga á þá. Það er e.t.v. ekki besta leiðin til að fá útrás fyrir reiðinni. Amk. afar ósmekklegur staður og stund fyrir opinberan starsmann Alþingis.
Þess fullviss að yfirbætur verði gerðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |