Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017
3.6.2017 | 22:39
Herþota í lágflugi yfir miðborg Reykjavíkur!
Flugáhugamenn sem vilja leika sér og sýna sig, eiga að halda sig frá því að fljúga beint yfir miðborgina. Þarna eru ferðamenn í hundraðatali á götum úti og mörg hundruð manns saman komnir á aðal markaðstorgi borgarinnar, Kolaportinu. Slíkt lágflug vakti óhug meðal fólks þarna inni, og munaði litlu að vélin rétt slyppi við að sneiða af efsta lagi tollhússins sem hýsir markaðinn.
Og svo er flogið í stefnu á Alþingishúsið okkar Íslendinga.
Það er ekki boðlegt að bjóða gestum og gangandi upp á slíka uppákomu í miðbænum. Flugsýningar eiga ekki að eiga sér stað í svona fjölmenni.
Hver er ábyrgur fyrir þessu? Ef eitthvað ber út af, en það er nú ekki óalgengt á svona flugsýningum, og fólk spyr sig: hver mun axla ábyrgð ef slys ber að höndum?
Létu borgina vita af herþotunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það virðist ekkert lát á að nota dýr sem "djók" en það hefur einnig viðgengist í málnotkun Íslendinga gegnum tíðina: hann er algjört "svín" - hún er helvítis "belja" eða "tík." Og lengi mætti telja. Þetta tíðkast einnig í ensku: "a son of a bitch" eða "bitch" o.sv.frv.
Í gamla daga, þá var fólki líkt við þessar skepnur, þegar tala þurfti illa um það. Bændur og búalið líkti fólki við skepnurnar á sveitabænum; skepnurnar á bænum sem færðu þeim fæðu. Velti fyrir mér af hverju svona lítil virðing var haft við dýrin.
Og ekki batnar það í nútímanum. Veitingastaður í Austurstræti ber heitið "The Drunken Rabbit." Ég spyr: hver hefur séð drukkna kanínu?
Hér fyrr í vor var ég að lesa yfir nokkrar ljóðabækur og rakst á eftirfarandi vísu sem lýsir því þegar karl flytur úr sveitinni í borgina: (reyni að fara rétt með vísuna en hef bókina ekki við hendina núna):
Upp í sveit ég átti bú, áa, kúa, mera,
en í bænum umgengst nú,asna, svín og héra.
Er ekki hægt að nota eitthvað annað en blessuð dýrin í tungumálinu til að skilgreina fólk?
Dýr eru ekkert grín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2017 kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)