Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017
19.2.2017 | 23:19
Útgerðarfyrirtæki bjartsýn
og byrjuðu að koma að aðföngum í skip í gær, laugardag. Ég sá þegar verið var að hífa bretti um borð í Brimnesið. Veit ekki hvað var á brettinu.
Í dag um kaffileytið var fréttabíll frá RÚV við skipið og stuttu síðar var byrjað að rjúka úr strompinum á skipinu. Mér skilst að vélstjóri væri að prófa að ræsa vélarnar til að ganga úr skugga um að skipið virkaði, eftir þetta langa stopp.
Sendi hér inn mynd af Brimnesinu, þegar vélstjóri var byrjaður að ræsa vélarnar og það rauk úr strompinum.
En ég veit ekki af hverju myndir sem ég sendi inn á bloggið birtast á hvolfi. Ef einhver getur frætt mig um ástæðuna fyrir því, þá væri það vel þegið.
10 til 15 skip þegar farin á miðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2017 | 00:27
Hætta ferðaskrifstofur við ferðir þegar spáð er ofsaveðri?
Nú verður fróðlegt að vita hvort ferðaskrifstofur fella niður ýmsar ferðir, miðvikudaginn 8. febrúar. Þegar þetta er skrifað er farið að hvessa hér í höfuðborginni og Veðurstofan hefur gefið út viðvörun við ofsaveðri á morgun, miðvikudag.
Auðvitað hafa ferðaskrifstofur þegar selt alls konar dagsferðir út um allt, og kannski fyrir löngu. En í dag, miðvikudag, er spáð ofsaveðri og spurningin er hversu margar ferðaskrifstofur fara með túristas hingað og þangað, t.d. gullna hringinn og annað.
En ég fæ að frétta um þetta hjá kunningjakonu minni fljótlega, sem er fararstjóri í útkalli hjá ferðaskrifstofu.
Hér fyrr í vetur bað hún bílstjórann um að fresta ferð um ca. klukkutíma, í von um að veður gengi niður. En hann varð ekki við því. Bílstjórnn keyrði mjög rólega og ferðin gekk upp.
En eiga ferðaþjónustufyrirtæki að vera að taka of mikla sjénsa?
Já, líklega taka þau snénsa af því að þetta snýst allt um peninga.
Vill stóraukið eftirlit á þjóðvegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2017 | 00:32
Slæm veðurspá fram undan - Verða margar túsistaferðir?
Ég bloggaði um þetta umræðuefni 6.jan. s.l. þegar ferðamenn urðu útundan í vélsleðaferð við Langjökul. Nú er veðurspáin ekki góð fyrri part vikunnar. Ég ræddi veðurfar og færð við franska kunningjakonu mína um helgina, sem er fararstjóri fyrir erlenda ferðamenn.
Hún er meðvituð um veðurfar hér, þó að hún hafi ekki kynnt sér veðurspána fyrir komandi viku. En áætlunin hjá henni er m.a. að fara "Gullna hringinn" og annað í vikunni. En hún tjáði mér að fyrra þegar hún var bókuð í ferð, og veðrið hafi verið mjög slæmt, hafi hún beðið bílstjórann um að fresta ferðinni þar til lægði. Hann hafði neitað því. - Í okkar samtali komum við okkur saman um að ferðaþjónustufyrirtæki hugsa um það eitt að selja ferðir. Burt séð frá veðri. Og nú þegar hlýtt er í lofti er ólíklegt að ferðamenn sjái nokkur norðurljós í slíkum ferðum.
Fyrirtækin gera út á að lofa túsistum annarri ferð ef engin norðurljós sjáist í fyrri ferðinni.
Held að ferðaþjónustan sér keyrð áfram af græðgi. Það virist vanta upp á gæði, væntingar og öryggi til handa ferðamönnum.