Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017

Þetta er bara taktik

Framsókn fer í stjórnarmyndunarviðræður, fyrsti fundurinn haldinn heima hjá formanni Framsóknar, ekki amalegt að það sé í fallegri sveit. Svo er pöntuð pizza í matinn og þetta lýtur út eins og gott helgarpartý sem á eftir að enda vel. Jafnvel þó að allir viti að um eins manns meirihluta er að ræða.

Sú sem leiðir umræðurnar, klappar hundi Framsóknarkarlsins í beinni, og er í góðri trú um að karlinn sé viljugur, skotheldur. Hverju öðru á hún að trúa eftir svona heimboð? 

En, nei. Þetta var of gott til að vera satt. Það var kominn mánudagur. Vaknaði einhver upp við vondan draum eða timburmenn? Nei, nei líklega ekki.

Gestgjafinn úr sveitinni ákveður að hætta við allt saman, slítur viðræðum, og þar með er leiðtoga VG sparkað. Sveitamaðurinn er líklega hrifinn af annarri, eða öðrum karli til að hefja viðræður við.

Einungis var boðið í partýið og síðan sparkað frá sér til að geta orðið sem fyrst í röðinni til að reyna við nýjan partner.

Svona gerast bara kaupin í pólitíkinni. Og það er ekki frýnilegur svipurinn á Framsóknarmanninum á myndinni sem fylgir fréttinni. 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband