Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016
15.2.2016 | 23:05
Vont veður á fjallvegum - Veit unga fólkið um þetta?
Í dag, 15. feb. ferðaðist ég með strætó frá Akureyri til Rvk. Snarpar vindhviður voru á Öxnadalsheiði, Þverfjalli, og við fjöllin báðu megin við Akranes. Ráðlagði ungri konu sem ætlar aftur norður í fyrramálið, að athuga hvort strætó fer yfirleitt norður, þar sem veðurspáin er slæm. Lét hana hafa númerið hjá þjónustuveri Strætó.
Mér skilst á bílstjórum Strætó bs. að tryggingafélög séu farin að setja skorður við ferðum þegar veðurspá er slæm: tryggingar falla niður miðað við ákveðið veður.
Þetta er öðruvísi en áður var, þegar bílstjórar lögðu í'ann í hvernig veðri sem var og burt séð frá veðurspám. Enda heyrir maður lítið orðið af bílstjórum, fólki og farartækjum sem hefur lent í ófærð á heiðum uppi. Strætóbílstjóri tjáði mér að nú orðið er sá háttur á, að vegum og heiðum er hreinlega lokað, þegar veður gerast váleg. Það er eitthvað af viti, í stað þess að almúginn og ekki síður fávitir ferðamenn leggja í'ann á hættulegar heiðar um hávetur á Íslandi.
Hviður geta farið upp í 50 metra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2016 | 03:02
Hvernig tala Akureyringar? Smá test í framburði en ...
... þetta með að hvernig Akureyringar tala: þeir bjóða góðan daginn. Ég er Reykvíkingur. Og þegar ég er þarna fyrir norðan, þá finn ég mun á Reykvíkingum og Akureyringum. Hvar sem ég fer fyrir norðan, á göngustígum eða annars staðar: alltaf býður Akureyringurinn góðan daginn af fyrra bragði. Ég hef ekki undan á að vera undan honum.
En hér á höfuðborgarsvæðinu er fólk meira niðri í sandholunni, en samt er þetta fólk að koma til, ef maður býður því góðan dagin á almanna færi. Á sumum svæðum svarar fólk ekki svona kveðju, af því að það rignir upp í nefið á því vegna snobbs. En ég geri í því að bjóða fólki góðan daginn, t.d. í strætóskýlum, og oft eru þetta nýbúar sem taka vel undir kveðjuna.
En ég hef fyrir löngu tekið eftir því að Akureyringar eru mun kurteisari en Reykjavíkurbúar, að bæði bjóða góðan daginn og stoppa fyrir manni á götu.
Tala Akureyringar svona? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |