Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015
17.8.2015 | 23:40
Ég elska brandara, sérstaklega ef þeir fjalla um Ísland
og gott að eiga blaðamann sem kemur auga á þetta sem frétt.
En vil góðfúslega benda blaðamanni mbl.is að hann er með nokkrar innsláttarvillur í fréttinni. Þetta sér maður aldrei á bbc.com og hvet blaðamenn mbl.is að lesa yfir fréttir sínar, eftir að þær hafa farið í loftið.
Segja lélega brandara um allt Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2015 | 03:05
Gat verið: sænskur sálfræðingur vill svæfa börnin á mettíma!
Það að sofna, fyrir litla krakka, getur stundum verið erfitt. Ég er amma ungra barna, og hef það yfirleitt fyrir sið að lesa fyrir þau. Það virkar yfirleitt vel. Í kvöld brá ég útaf vananum og spjallaði við börnin og lofaði þeim að tala. Og held að það hafi virkað vel.
Auðvitað vilja foreldrar barna að þau sofni á mettíma, þar sem þeir eru að glíma við að koma börnunum í rúmið og í svefn á hverju kvöldi.
Þegar ég er að passa barnabörnin eru þau ekki endilega að hlýða mér og fara upp í rúm kl. 20.
En það virkar alltaf að lesa stutta sögu, eða hreinlega skálda sögu eða leyfa þeim að tjá sig.
Kannski sofnar barnið ekki strax eftir lestur sögunnar, þó að maður haldi það, eftir að hafa slökkt og lokað hurðinni.
Síðast í kvöld, 15.8. þegar ég var að passa barnabörnin, tók ég á það ráð að fara með það yngsta, 8 mánaða, í göngutúr í barnavagninum kl. 21 á laugardagskvöldi í smá hringferð í hverfinu af því að barnið var svo óvært. Svona lítið barn er ekki komið á það stig að hlusta á sögur.
En eldri systkinin eru sem betur fer á þeim aldri. Þau þurfa athygli og fá sögur fyrir svefninn. Ef Carl-Johan sálfræðingurinn hefur töfralausinna, þá á hann ef eftir að verða ríkur.
Það sem litlir krakkar þurfa er smá athygli: lestur miðlungs langrar sögu fyrir svefninn og/eða smá spjall. Það er allt of lítill gaumur gefinn að litlum krökkum sem þarf bara að svæfa á kvöldin og ekkert pælt í því að þau þurfi að tjá sig.
En ef sænskurinn hefur töfralausnina fyrir upptekna foreldra. Þá er það fínt. En ég mun halda áfram, sem amma, að lesa venjulegar sögur fyrir barnabörnin og spjalla við þau fyrir svefninn.
Þó er það ekki á óskalistanum að ég þurfi að dröslast út með barnavagninn seint á laugardagskvöldi til að koma ungabarni í ró.
En lestur góðrar sögu fyrir börn klikkar aldrei, þannig. En það er spurning hvort að geyspi yfir lestri virki eitthvað.
Viltu svæfa barnið þitt á mettíma? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2015 | 23:48
Rússar eru góðir í tafli, en ég efast um taflkunnáttu íslenskra stjórnmálamanna ...
... sá sem kann að tefla lærir að sjá þó nokkra leiki fram í tímann... Adrifaríkar ákvarðanir utanríkisráherra enda með því að forsætisráðherra Íslands þarf að halda sérstakan símafund með Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Hversu lengi stóð þessi simafundur, og hvað kostar hann skattborgarana?
Þetta hljómar eins og að strákskratti hafi kastað bolta og brotið rúðu í rússnesska sendiráðinu. Og svo hringir pabbi gamli í húsvörðinn og spyr hvað hægt er að gera til að þetta atvik hafi sem minnst áhrif á fjárhag fjölskyldunnar, þ.e. íslensku þjóðarinanr.
Sjö ár eru liðin frá hruni, og þessi ár hafa verið fjölskyldunni erfið, en einmitt nú er að birta upp fyrir þeim: hún getur leigt út herbergi fyrir túrista, og jafnvel boðið þeim í mat. En til þess að það geti orðið, þarf yfirleitt að senda strákskrattann í pössun til ömmu.
Húsvörðurinn ræskir sig og spyr hvort strkáurinn kunni að tefla. Svarið er nei. Húsvörðurinn spyr hvort strákurinn sé læs. Pabbinn svarar: "Já, hann er læs." Fínt segir húsvörðurinn. Ef þú vilt losna við alla eftirmála rúðubrotsins þá þarftu að senda srákinn hingað í sendiráðið þrisvar í viku: Sendiráðsritarinn vill kenna íslenskum krakka að tefla. Eiginkona hans vill endilega læra íslensku, en hún er lasin og er meira og minna rúmföst. Óskar hún eftir að einhver krakki komi og lesi fyrir hana íslenskar bókmenntir tvisvar í viku.
Pabbi strákskrattans samþykkur þetta tilboð.
En strákskrattinn er ekkert sérlega ánægður með þetta. Að þurfa að mæta í sendiráðið þrisvar í viku eftir skóla. En hann hefur ekkert val.
En ég get lofað þér því, að eftir að strákskrattinn lærði skák almennilega þarna í Rússneska, þá lærði hann í eitt skipti fyrir öll að sjá nokkra leiki fram í tímann. Og hann bætti sig í lestri þar að auki.
Þessi strákur gæti orðið efni í góðan stjórnmálamann í framtíðinni. Hann hefur lært að tefla, bætt sig í lestri, sem og mannlegum samskiptum. Og jafnvel lært smávegis í rússnesku. Og hann er staðráðinn í að læra meira í tungumálinu.
En mest er um vert: hann hefur lært í gegnum taflið að hugsa nokkra leiki fram í tímann og héðan í frá gerir hann ekkert sem er óúthugsað: hann pælir í afleiðingunum á því sem hann gerir (eða ætlar að gera).
Forsætisráðherra ræddi við Medvedev | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæði karlar og konur eiga viðskipti við bæði kyn út um allan heim sem selja sig. Þetta eru kaup sem fólk vill hafa í kyrrþey. Þess vegna verður þetta neðanjarðarstarfsemi í löndum þar sem kaup á vændi er bannað, t.d. á Íslandi.
En það viðgengst, þrátt fyrir það. Enda eru kaupendur vændis opinberir starfsmenn oft á tíðum, sem og stjórnmálamenn. Áhugaveð heimild um það, er t.d. bókin um frásögn Catalinu, sem var í þessum bisness, og sem sat í fangelsi hér í nokkur ár. - Hvet áhugasama að lesa þessa bók, sem er áhugaverð heimild um vændi á Íslandi.
Miðað við starfsemi í vændi, þá virðist veltan töluverð, og virðsakuaskattskyld að auki. Og þess vegna að vera skilgreind sem atvinnustarfsemi.
Þótt að löggjafinn reyni að setja lög gegn mannlegri náttúru, þá hefur löggjafanum sem betur fer ekki dottið í hug að setja lög gagnvart t.d. eldgosum eða spúandi hverum, sem láta kræla á sér í tíma og ótíma, eða jafnvel óvænt.
Vændi ekki atvinnugrein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2015 | 22:48
Landsbankanum nægir útibú á 101 Rvík.
En Landsbankinn þarf ekki á að halda að höfuðstövar bankans séu staðsettar á dýrustu lóð landsins við hliðina á Hörpu.
Ég hef tekið eftir gegnum tíðina, að töluverður erill er í Landsbankanum í Austurstræti. Þ.e. viðskiptavinir sem bíða eftir gjaldkera. Þetta hefur aukist, með aukningu ferðamanna.
Skynsamlegast er fyrir Landsbankann að hafa gjaldkeraútibú á 101 Rvk. en höfuðstöðvarnar geta verið hvar sem er. Það er mikið úrval af byggingarsvæði í úthverfum Reykjavíkur, þar sem bankinn gæti fengið lóð á betra verði en á 101.
Landsbankinn frestar hönnunarsamkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2015 | 21:42
Greind með Lifrarbólgu-C en fær ekki lyfjastuðning frá ríkinu.
Sá í fréttum í gær viðtal við konu í Vestmannaeyjum sem smitaðist af lifrarbólgu, sem og barnið hennar. Smitið átti sér stað á íslensku sjúkrahúsi. Konan fær ekki stuðning ríkisins að fá ný lyf við sjúkdómnum. Lyfin þykja dýr, og skv. viðtalinu við konuna var henni sagt að hún væri þegar búin að fá bætur frá ríkinu.
Þetta er bara Ísland í dag. Það er því miður ekki að styðja við þegna sína, á sama tíma og ákveðið er að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna. Sem er ekki í frásögur færandi, þannig. En uppistaðan, eða reyndar valið, á flóttamönnunum, skv. ríkinu, er að bjóða einstæðum mæðrum, samkynhneigðum og veikum flóttamönnum hingað.
Já einmitt. Hvað felur í sér veikir flóttamenn? Ég hef á tilfinningunni að veikur flóttamaður fengi jafnvel meiri þjónustu en íslenskur þegn.