Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
28.12.2011 | 01:32
Atvinnuleysi? - Hvar eru Pólverjarnir?
Hef spurnir af fyrirtækjum sem hafa átt í erfiðleikum með að ráða starfsfólk til sín.
Hef einnig spurnir af því að fólk kjóisi frekar að vera á atvinnuleysisbótum, en að stunda vinnu á lágum launum. Sem eru litlu hærri en atvinnuleysisbætur, en margir átta sig ekki á að þeir geta hækkað launin sín meö næturvinnu.
En, eins og alltaf hefur verið staðreynd, þá getur fólk fengið vinnu ef það vill, ef það er til í að vinna "við hvað sem er."
Já, er það ekki áhyggjuefni, ef Vinnumálastofnun getur ekki fyllt upp í hin ýmsu störf sem eru í boði hér á landi, með því að senda atvinnuleitendur í viðtöl hjá fyrirtækjum sem skortir mannafl?
Kannski væri það þjóðráð að hreinlega auglýsa eftir pólverjum til vinnu hér á Íslandi. Ég hef komist í kynnni við nokkra, og þessir Pólvejar eru eftirsóttir af atvinnurekendum hér á landi. En því miður, margir þeirra fóru til annarra landa eftir hrun. eða hreinlega heim til sín. En ég sakna þeirra, enda gott vinnuafl og eru hressir og jákvæðir.
Getum ekki sætt okkur við atvinnuleysið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2011 | 02:12
Manni brá aðeins - þegar stormurinn skall á ...
Já, þessi veðurfrétt stóðst, svo sannarlega. Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið í gærkvöldi, þegar þetta skall á. Ég hafði reyndar verið að berja klaka fyrir utan hjá mér þarna um kvöldið, í rosalega fínu veðri. Og svo kom ég inn, og náði að horfa á tíu fréttirnar hjá Rúv, og svo allt í einu skallt á þvílíkt óviðri.
En þetta er bara Ísland,
Og ég verð bara að segja fyrir mig, að veðrið í allt haust hefur verið nokkuð skikkanlegt. Lítið hefur verið um svona rok, eins og skall á í kvöld. En haustið hefur einkennst af frosti og nokkurri sjókomu, en sem betur fer höfum við verið laus við rokrassinn, sem lét kræla á sér í kvöld.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla með von um "betri tíð" og vonandi að þetta með "rokrassinn" að hann hafi bara verið að óska okkur gleðilegra jóla, áður en að hann feykti sér héðan á haf út þar sem hann heldur sín jól. (Æ, æ, ég ætlaði mér ekki að óska þess að flutningaskip lentu í rokrassinum, en hann hlýtur að hafa einhverja hella neðansjávar, þar sem hann getur haldið sín jól, kallinn).
Stormviðvörun í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2011 | 01:45
Ekki bara niðurföll - hálka og sundlaugar líka við hús.
Niðurföll eru stífluð, mikil hálka, og maður getur nánast lagst til sunds, þegar maður reynir að taka tilhlaup, sem gangangi vegfarandi, að innganginum að húsinu hjá sér. Ég lenti í þessu í kvöld. Það er brekka upp að húsnsæðinu og maður gekk í hálku og stórum polli. - Ég tók mig til og fékk mér skóflu til að hakka klaka, til að veita pollinum í niðurfallið með lélegum árangri. Ketill með sjóðheitu vatni gerði smá gagn, sem samt ekki til þess að pollurinn hyrfi. - Ég ætlaði bara að hafa vaðið fyrir neðan mig, þegar ég færi sem gangandi vegfarandi út úr húsi á morgun.
Markmiðið er að komast leiðöar sinnar gangandi (þeir sem eru á bílum hafa litlar áhyggjur af þessu), á morgun, án þess að þurfa vöðlur eða gúmmíbát til að komast frá húsinu og yfir götuna.
En svona er bara Ísland: snjókoma, frost og leysingar með stormum og illvirði, inn á milli.
Fólk hugi að niðurföllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2011 | 01:59
Eldhætta af ethanóli - Sonur-hetja bjargar móður sinni úr eldsvoða.
Það er eitthvað nýtt fyrir mann að heyra að nú sé "in" að reka ofna sem keyrðir eru á etanóli, inni á hieimilum. Eru allir búnir aö gleyma hvað kom heimilum hér í þrot fyrir, og eftir hrun? Í gamla daga fjárfestu heimili í fíótanuddtækjum, sem enduðu inni í geymslu. ... Síðan urðu ýmis æði, t.d. kaup á hlutabréfum í íslenskum félögum sem og að taka myntkörfulán. ... Svo hrundi allt hér ...
Er nýjasta æðið, ala 2007 snobbið, að fá sér ethanóil arin???
En það kviknaði í húsi í Kópavogi vegna þessa nýja æðis.
Ungur maður bjrgaði lífi móður sinnar úr brunanum. En engin frétt er um það hér á mbl.is.
þetta er steingelt fréttasvæði.
Ég legg til að sonurinn verði kosinn maður ársins fyrir að bjarga móður sinni á lífi úr þessum bruna.
Vara við eldhættu af etanól-örnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)