Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
24.8.2010 | 01:04
Reykjarmökkurinn fór ekkert fram hjá manni ...
Já, mig grunaði að mökkurinn kæmi frá stóriðjunni þarna á Grundartanga, þegar ég var á leið heim um 20:30 í kvöld. Töluverðan reykjarstrók lagði í vestur út á Faxaflóa og ég þóttist sjá að um töluverðan bruna var að ræða. Vonaði bara að það væri ekki eldur í býli.
Þessi bruni segir okkur einu sinni sem oftar, að þessi stóriðja þarna er stór hættuleg. Stutt er síðan að sviplegt slys varð þarna. Ofnarnir þögnuðu þá. En greinilegt er að eigendur verksmiðjunnar töldu í lagi að kynda aftur undir ofnunum. - Það er greinilega enginn kvóti á því hvað þessar fabrikkur fá í mengunar- og aflífunarkvóta: þær menga og jafnvel aflífa starfsfólk, ef því er að skipta. Það er sorglegt.
Reyklosun meðan á viðgerð stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2010 | 22:45
Af hverju keyptu þeir feðgar þá þennan banka? ...
... ef verið var að reyna að "fegra fjárhagsstöðu Landsbankans þegar unnið var að einkavæðingu" hans. Mér er spurn? En það er greinilegt, í þessu ljósi, að BTB og kó. hafi ætlað sér að komast yfir íslenskan banka, hvað sem það kostaði á þessum tíma.
Eða hvaða fjárfestar með viti, ákveða að fjárfesta í banka sem eigendur (lesist= stjórnvöld) hans gera meira úr virði hans en satt er?
Hvað liggur þar að baki annað en að taka sjénsinn til að ná í fjármagn og völd í samfélaginu?
Og þeir sem fjárfesta í svona banka sem að seljendurnir hafa bara fegrað myndina af, reyna auðvitað að gera allt til að tapa ekki þessari 'lélegu fjárfestingu' úr út lúkunum á sér.
En allir geta lent í að 'gera slæm kaup' og þar er BTB engin undantekning og ég ekki heldur.
Og það er til áhugaverð lýsing á því, í þann mund þegar bankinn var að hruni kominn, haustið 2008, eða í rauninni hruninn, þegar BTB var kallaður til í ráðherrabústaðinn, þar sem hann skoppaði upp tröppurnar "eins og kengúra," en ein sjónvarpskonan á RÚV orðaði þetta svona þarna í myrkrinu við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötunni þetta undarlega haust 2008.
En það væri áhugavert fyrir lesanda þessa bloggs og aðra að rifja aðeins upp hvað fór fram þarna í ráðherrabústaðnum. En það verður að bíða næsta bloggs frá mér. Hef ekki tíma fyrir meira pár í bili.
Reynt að fegra stöðu bankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2010 | 01:45
Spaugstofan birtist bara á annarri sjónvarpsrás ,..
við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að að Spaugstofan sé að leggja upp laupana. Síður en svo. Hún dúkkar bara upp á einhverri annari stöð, sem mörg okkar eru ekki áskrifendur að. Þá bara missum við af þeim, og ekkert við því að gera. Enginn er ómissandi. Við búum bara til okkar eigin spaugstofu í staðinn. Ekki satt?
Spaugstofan lifir áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |