Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Kattliðugar skepnur lifa þetta af. Svona hátt fall. En við mannskepnunarnar ekki.

picture_040.jpg

Hundurinn lifði þetta af.  - Kötturinn okkar týndist um daginn. Ég sagði bara að hann hefði flúið undir sófann, eða inn í elhúsinnréttinguna, eins og hann átti til, ef ókunnuga bar að garði. En það var víst ekki svo. Ekkert bólaði á kettinum. Fyrr en hann fannst í útikompunni eftir nokkra daga. En þannig hagar til að þessi köttur býr í risíbúð og kattarklósettið er staðsett fyrir köttinn úti á þaki. Þannig að kötturinn hefur greinilega dottið eða stokkið fram af þakinu nú í byrjun febrúar. Fallið er kannski ekki minna en sem hundurinn féll. - Kötturinn var slæptur og haltur þegar hann hannst. En jafnaði sig fljótlega. Þetta er læða sem heitir "ÞOKA". - Ég velti fyrir mér, að ef ég, eða einhver manneskja félli ofan af þaki í risíbúð, að þá lifðum við það líklega ekki af. Eða hvað? En af hverju lifa dýr af svona hátt fall?

Hér er mynd af Þoku, sem lætur sér fátt um finnast þó að ég sé að taka mynd af henni. Og sem lifði af þótt hún hafi fallið ofan af þaki úr risíbúð hér í Reykjavík. Eða stökk hún viljandi?

Þegar ég var krakki átti ég skjaldböku. Hún féll einu sinni niður af svölum af annari hæð í blokk. Hún lifði það af. Án þess að slasast.  -  Hvað skilur á milli okkar mannfólksins og dýranna eiginlega? Hef stundum pælt í þessu. Á einhver svör við þessum mismun milli manna og dýra???

 

 


mbl.is Hundurinn lifði af 90 metra fall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður hefur nú séð það ljótara ...!

Harpa

... ef marka má mynd af viðkomandi byggingu af umerfðarmiðstöðinni á Ráðhústorginu í Köben.

En til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er byggingin niðri á Lækjartorgi sem þjónaði einu sinni sem biðskýli Strætó BS og hýsti fleiri góð fyrirtæki, þá er byggingin forljót og ljóður á Lækjartorgi. En hvað kemur í staðinn og hvenær, veit enginn. 

Moggahöllin gamla er er líka forljót. Og ýmsar fleiri byggingar niðri í miðbæ Reykjavíkur. Vonandi fær þetta að fjúka í nánustu framtíð. En hvenær þetta dót verður rifið,  veit enginn. Við verðum bara að sætta okkur við að fá fallega Hörpu við sjávarsíðuna í staðinn.. Hitt er gaddfreðið.

 Myndin sem fylgir með er af "Hörpunni" eins og staðan var á henni sumarið 2008.


mbl.is „Ljótasta hús“ Danmerkur rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, æ, æ ... karlinn tapaði x/%Ö=

Jæja, æ, æ, æja, æ. Hvítur miðaldra karlmaður tapar fyrir ungri konu.

Þeir þola  ekki að tapa. Skilja ekki að það kemur að tímamótum og

skuldaskilum; unga fólkið tekur við af þeim eldri. Þeir gömlu verða að skilja

að þeir eru ekki ómissandi.


mbl.is Moldviðri vegna þess að róttækur femínisti lagði miðaldra mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gvuð minn góður! Eru þetta stórfréttir? Eða frétt yfirleitt?

Ef barnavagn fyki um koll úti í Skerjafirði eða á Seyðisfirði og barnið hefði verið flutt á Slysadeild, þættu það ekki fréttir.

En það þykja víst fréttir þegar París Hilton á í hlut eða þegar hægt er að gera lítið úr Sarah Palin. Blaðamanni mbl.is þykja það svo miklar fréttir (sem hann apar jú upp eftir öðrum fréttamiðlum) að Palin hafi skrifað minnispunkta í lófann á sér fyrir fund.

Þegar fólk þarf að tala á fundum og/eða svara spurningum tekur það yfirleitt með sér minnisblöð, þar sem það hefur skráið punkta, eða heilu ræðurnar eða pistlana. Í þessu dæmi kýs Palin einfaldlega að nota lófann á sér fyrir nokkra minnispunkta. Allt of sumt. Gerir aðrir betur!

Það er alveg með ólíkindum hvað blaðamenn nota sér sem fréttamat. 

En aðferði9n sem Palin notaði er svokallað "Mind Mapping" þar sem viðkomandi skráir stikkorð. Og það ætti að vera alveg sama hvort hún skrái stikkorðin i lófann á sér eða á blað,'

Ég man alltaf eftir ræðu sem Margrét Danadrottning hélt í kvöldverðaboði, þegar að Vigdísi forseta var boðið í höllina Amalíenborg: Vigdís hélt fyrst ræðu og var með hana skrifaða í litla línustrikaða blokk eða lausar blaðsíður. Var hún að böðlast með þetta á meðan ræðunni stóð. Ræðan var góð (hún lagði út frá einhverju ísbirni), en blaðsíðurnar voru nokkuð fyrirferðarmiklar hjá henni og voru kannski í anda efni ræðunnar: ísbjörn getur líka verið ansi fyrirferðarmikill, ef svo ber undir.

Siðan tók 'Magga' við og hélt sína hátíðarræðu í þessu fína kvöldverðarboði og ég tók sérstaklega eftir að hún var ekkert að böðlast með einhverjar blaðsíður. En hún var heldur ekki með þetta skrifað í lófann. Hún var einfaldlega með ræðuna skrifaða á lítil spjöld, og í hvert skipti sem textanum á spjaldinu lauk, henti hún spjaldinu á borðið framan sig og hélt áfram á næsta spjaldi. Þetta var hennar tækni við ræðuhaldið. Þetta kom í veg fyrir að hún hugsanlega gæti ruglast í línum með lesturinn ef hún væri með þetta á stærra línustrikaða blaði. 

Palín kellingin, kæmi sér örugglega upp einhverju álíka kerfi eins og 'Magga' ef hún þyrfti að halda 5-10 mínútna ræðu. 

En eins og ég segi, þá finnst mér ekkert athugaverið við það að Palín skrifi minnispunkta í lófann á sér. Hver hefur ekki gert það, svo sem í gegnum tíðina. Og sérstaklega fyrir próf????


mbl.is Palin með glósur í lófanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, var Clinton að mæta á svæðið? Innantómur lúðrablástur, eða hvað?

Hvenær reið skjálftinn yfir á Haiti? Var það ekki fyrir rúmum þremur vikum síðan?

Og nú er aðalkallinn sjálfur að mæta á svæðið og þykist hafa einhvern ás uppi í erminni til að verða að gagni þarna. Haití-búar kaupa þetta greinilega ekki.

Við skulum ALLS EKKI gleyma því, að það voru íslenskir björgunarsveitarkmenn sem mættu fyrstir á svæðið og sem björguðu fórnarlömbum úr rústum. Það eru margir dagar síðan. Og þessir menn voru ekki að verki þarna til að kaupa sér atkvæði til að komast áfram á alþjóðavettvangi.

Og svo mætir pólitíkus á staðinn í dag, og þykist ætla að bjarga einhverju þarna.  Hann fær óblíðar móttökur. Af hverju? Er þetta orðið of seint? Nei. Haítí búar þurfa nefnilega ekki á einhverjum sparikörlum að halda, þó að karlihn heiti "Clinton" eða öðrum nöfnum. Íslenska björgunarsveitin vann sitt verk og ætti skilið Fálkaorðuna, ef ekki meira á alþjóðavísu. En almúginn er allt of fljótur að gleyma framlagi okkar íslensku björgunarsveitarmanna.

En einhver 'lið', eða stjórnmálakarlar sem eru að mæta þarna til Haítí, NÚNA, eftir allan þennan tíma, eiga auðskiljanlega ekki upp á pallborðið hjá Haítíbúim, þó að þeir berið nafnið "Clinton"

Það er sama vandamálið í gildi þar og hér á landi, þeir sem þurfa mestu hjálpina, eru ekki að fá hana. Lausnir eru fár sem engar, sama hvað pólitíkusar blása hátt í lúðra sína.


mbl.is Mótmæli við komu Clintons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haga-hringekjan hefur lokið fyrsta hringnum. Miðasalan í hring 2 að hefjast

Jæja, nú er þetta félag komið hringinn. Man ekki hvað það hét þegar það var á markaði fyrir rúmum áratug síðan. Þá var félag að nafni Kaupþing, uppi í Ármúla, sem var á fullu að markaðssetja hlutabréf í félaginu (líklega hét það Baugur þá), og var að reyna að fá aðila sem vildu kaupa hlutabréf, að kaupa í þessu félagi. Líklega áttu þeir sjálfir þessi bréf í Baugi sem þeir vildu selja. Ég lét ekki glepjast af þessu sölutrixi og keypti í öðru.

Síðar var þetta félag tekið út af markaði.

Núna hefst önnur umferð með sölu á þessum bréfum: fyrst  var þetta í Kaupþingi, svo í Búnaðarbanka, sem varð aftur að Kaupþingi eða KB ; nú Arion banki.. Sem sagt, félagið Baugur/Bónus > Hagar – eða hvað svo sem félagið hét í millitíðinni, er aftur komið í söluferli hjá bankastofnun. Og nú er það hlutverk starfsmanna bankans, eins og hins bankans fyrir rúmum áratug síðan,  að selja þetta á markaði. Þeir eiga ekkert val.

Þ.e. sölumenn bankans. Þetta verður þeirra verkefni á næstunni: að pranga þessu félagi inn á fjárfesta og aðra sem vilja kaupa hlutabréf.

Sagan er að endurtaka sig:  félagið hefur snúist í hringekju íslenska fjármálamarkaðarins: fjármálastofnanir sem sitja uppi með hluti í félögum sem hafa skuldað þeim verða nú að róa lífróður og selja þetta, hvað sem tautar og raular.

Það þarf ekkert að vera að þetta sé svo slæm fjárfesting til lengri tíma litið, og ég hef ekkert á móti einhverjum fyrirtækjum í þessari samsteypyu, en þetta er afleit fjárfesting fyrir skammtímafjárfesta. En símtal þess sem vill kaupa hlutabréf í gegnum Arion banka, verður núna í formi þess að ‘það sé hagstætt að fjárfesta í Högum’.  Alveg eins og símtölin voru hjá Kaupþingi fyrir rúmum áratug síðan.

Verðbréfaguttar í svona bönkum á borð við Arion banka, er uppálagt/fyrirskipað að reyna að selja hluti sem viðkomandi banki þarf að losa sig við, þegar um nánast fallít fyrirtæki er að ræða, sem bankinn hefur þurft að yfirtaka. Ekki er velferð fjárfestis höfð í huga, eöa hvað hentar honum þessa eða hina stundina. Það á bara að selja, selja, selja; þ.e. selja það sem þessi banki þarf að losna við. Núna.Eða helst í GÆR.

 

 


mbl.is Óvissu um framtíð Haga eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þyrstur þjófur

Þessi frétt vekur athygli mína. Svona risatankur færi ekkert fram hjá manni og sérstaklega ekki ef maður hefur vitneskju um svona stolinn tank. Það þarf stóra geymslu til að hýsa ferlíkið. En ég velti fyrir mér hvort þjófurinn hafi torgað öllu vatninu sem vatnstankurinn hefur að geyma, eða hvort hann er enn að?

En ég mun hafa augun opin gagnart svona farartæki eftirleiðis, og vona að aðrir sem lesa þessa frétt gerið hið sama, og láti lögregluna vita ef þeir sjá 30 þúsund lítra vatnstank keyra hér um, einhvers staðar á landinu. 


mbl.is Leita að 30 þúsund lítra vatnstanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rvík hjólaborg - Löngu kominn tími til.

Ég man alltaf eftir því þegar mér var boðið tik Kaupmannahafnar þegar ég var 8 ára. Landslagið var greinilega vel skipulagt þarna og meðfram hverjum einasta vegi og götu, var sérstök malbikuð hjólabraut.  Þetta var ekki til á Íslandi. En það kom ekki í veg fyrir að maður hjólaði sem krakki. Ég held að lengsta hjólreiðaferð sem ég hef farið í, var þegar ég var 11 ára, þegar við stelpurnar hjóluðum í einni bunu frá hverfi 105 upp í sumarbústað í Mosfellssveit sem var staðsettur alveg upp við Gljúfrastein. Þar borðuðum við nestið okkar og hjóluðum svo til baka. Ég sofnaði fljótt eftir þessa ferð, er heim var komið.

Síðar urðu hjólreiðar slitróttar, maður var spenntari fyrir að 'fá bílinn lánaðan' en löngu síðar dreymdi mig alltaf um að hjóla kringum landið. Var stundum að ræða þetta við einn vin minn, og sá tók sig til árið '94 eða '95 og hjólaði kringum landið. Þá var ég einu sinni ekki búin að kaupa mér hjól og gat því ekki farið með, enda líka á fullu í vinnu. En viðkomandi fór hringinn á tveimur vikum! Hann var kominn með maga, eða svona smá ýstru framan á sig fyrir hringferðina. En eftir að hafa hjólað hringinn var maginn á gæjanum sléttur!

Ég lét gamlan draum rætast árið eftir; keypti mér hjól sem ég hjólaði á innanbæjar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan.  Var ég dugleg við að fara á hjólinu frá hverfi 105 út í HÍ, þegar ég var í námi þar. Hjólaði ég með sjávarströndini (Sæbraut/Skúlagata), en ég man alltaf eftir því að þessum árum að aðeins hluti af þessari leið hafði verið lagður. Byrjað var á að malbika og gera grjótgarð á þessari leið neðan úr bæ (101), þannig að stór hluti leiðarinnar var grýttur og alltaf leiðinlegt að hjóla þá leið. Það var bætt úr þessu smám saman, tekinn smá biti til malbikunar á ári hverju, en í dag er þessi leið algjör draumur fyrir hjólandi og gangandi.

 

P8110107Þessi mynd er tekin á téðri hjólreiðaleið við Sæbrautina neðan við Íslandsbanka. Þarna er þoka, en henni létti áður en maður var búinn að snúa sér viðl.

Til eru nokkrar góðar hjólreiðaleiðir innan hinna ýmsu hverfa í Reykjavík, en ef maður ætlaði t.d. að hjóla til Hafnarfjarðar eða Keflavíkur ... þá er bara gert ráð fyrir ökutækjum á vegum úti. Það er glæpur að ætla sér að hjóla á þessa staði, hvað þá að skreppa á hjólinu upp á Akranes eða á Selfoss, svo eitthvað sé nefnt.

Við Íslendingar erum seinþroska í hjólreiðum m.v. vini okkar Dana. En hvers konar útbætur eru vel þegnar.


mbl.is Reykjavík verður hjólaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband