Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Listamaður (enda smiður) sem framkvæmir táknrænt í stað þess að leggjast í kör.

Þegar einstaklingur verður fyrir áfalli grípur hann til örþrifaráða. Sum þessi örþrifaráð flokkast undir það að 'gera ekki neitt' t.d. leggjast í kör eða þunglyndi. Sumir leita bara á náðir Bakkusar með uppgjöf í huga. Aðrir, í sporum húsbrjótsins á Álftanesinu, hefðu hreinlega tekið eigið líf. Sjálfsmorð er þekkt við slíkar aðstæður.
 
En í rauninni þekkir enginn sína 'endastöð' þegar áfall dynur yfir, hvað þá varðandi það áfall sem 'húsbrjóturinn' frá Álftanesi lenti í. Gjörningur hans sýnir ákveðna yfirvegun. Það sem hann gerði var greinilega úthugsað sem gjörningur (hús og bifreið). En þessi maður, 'húsbrjóturinn' er greinilega ekki veikgeðja og þar af leiðandi ekki geðveikur. Ég sé hann fyrir mér sem listamann. 
 
Ef þetta hefði gerst t.d. í Ameríku hefði viðkomandi einfaldlega skotið bankamanninn, sem vildi ekki semja við hann, og síðan komið á jarðýtu daginn eftir og brotið bankann niður. En við erum að verða vitni að íslenskum raunveruleika, í kjölfar bankahrunsins, þar sem maður drepur ekki mann, en þess í stað er framkvæmdur  táknrænn gjörningur. Af hendi venjulegs fjölskyldumanns, sem er smiður at atvinnu.
 
Þetta er skiljanlegt. Fjölskylda hefur verið rúin inn að skinni og svipt eigum sínum og sett út á gaddinn. Og jafnvel að nauðsynjalausu. Því fjölskyldufaðirinn vildi semja við bankann. En því var alfarið hafnað. Hrokinn í bönkum og lánastofnunum þessa lands, eftir bankahrun er engu líkur, þegar Jón og Gunna eiga í hlut. Hef ég heyrt þetta annars staðar frá einnig.
 
Gjörningi mannins má líkja við ástarsamband: maður byggir hús þar sem fjölskyldan lifir í sátt og samlyndi. En síðan kemur Mammon í spilið og spillir öllu. Í stað þess að skjóta Mammon, eyðir fjölskyldufaðirinn því sem Mammon hafði áhuga á: húsinu og öðrum eignum fjölskyldunnar. 
 
Í raunveruleikanum birtist þessi mynd oft í því að 'Mammon' í líki fagurgala tælir eiginkonu mannsins til fylgilags við sig, og lofar henni gulli og grænum skógum. Hún ákveður að skilja við eiginmanninn, þar sem að þessi spennandi og óþekkta stærð 'Mammonsins' kitlar hana. Og ekki síst ríkidæmi hans. Svona Mammon hlýtur að vera moldríkur í augum saklausrar konu og skuldar ekki neitt.
 
Kokkálaður eiginmaðurinn vill eiginkonuna frekar feiga, en að einhver 'Mammons-kóni' úti í bæ fái að njóta hennar. Nú eða þá að koma Mammon fyrir kattarnef. Sama gildir um húseign 'húsbrjótsins' á Álftanesinu: hann kaus heldur að brjóta húsið í mél, frekar en einhver annar fengi að njóta þess. Hvað þá bankinn sjálfur, eða aðrir bankanum tengdir.
 
Sumir túlka kannski niðurrif hússins sem táknrænt sjálfsmorð. En það lýsir bara vel að sá sem braut húsið niður er ekki svo bilaður að hann vilji gera fjölskyldu sinni það að láta sig sjálfan hverfa héðan vegna einhvers volæðis..
 
Ég hvet Álftanes-manninn til að halda reisn sinni og gefa ekkert eftir. Ekki láta neitt eða neinn brjóta sig niður. En mér finnst undarlegt að hann er með þeim fyrstu sem hafa verið handteknir vegna afleiðinga bankahrunsins. Löggan er alltaf fljót að handsama 'litla manninn.'
 
Fróðlegt veður að fylgjast með því hvort þessi listræni Álftanes-smiður og listamaður verði fyrr settur í grjótið en þeir sem eru ábyrgir fyrir bankahruninu og þar af leiðandi gjaldþroti Íslands!

mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlusconi enn og aftur - Taka II - Sætar selpur vs. fjármálaglæfrum karlsins!

Enginn annar evrópskur stjórnmálamaður hefur sætt rannsóknum á við Berlusconi. Karlinn hefur verið dæmdur þrisvar sinnum í samtals 6 ára og 5 mánaða fangelsi fyrir spillingu, ólöglegt fjármagnsbrask og bókhaldssvik. Dómunum var áfríjað á sínum tíma, og ástæðan fyrir því að karlinn var ekki dæmdur í fangelsi, var að dómnarnir voru runnir út, áður en þeir komust tilhæstaréttar.
 
Fyrir utan að hafa verið dæmdur fyrir ólöglega fjármagnsgjörninga, var Berlusconi dæmdur árið 1990 fyrir meinsæri er hann neitaði að vera meðlimur að leynireglunni P2 Masonic Lodge, sem voru/eru and-kommúnisk samtök sem notfærðu sér ítölsku öryggislögregluna í pólitískum tilgangi. Meðlimir þessarar leynireglu voru iðnjöfrar, bankamenn, hátt settir ítalskir embætismenn og ráðherrar. Dómurinn sem féll á Berslusconi og ofangreinda félaga voru síðar felldir niður til að bjarga andlitum þessara 'hátt settu aðila.'
 
Hér á litla Íslandi, veðum við að íhuga, svona í nánustu framtíð, hvaða dómar sem kunna að falla, á hvítflibba,
og verða hugsanlega 'felldir niður.' Þ.e. ef einhver hvítflibbi fengi nú 7 ára dóm fyrir ólöglegt fjármálabrask, og viðkomandi yrði látinn laus eftir 7 mánuði, eða bara 7 vikur fyrir góða hegðun. Hvernig brygðist almenningur við því?
 
Nú eða ef viðkomandi áfrýjaði 7. ára fengelsisdómi, og vegna þess að málið tæki það langan tíma í dómskerfinu, að þegar kæmi að fullnustu dómsins, að þá væri málið orðið það gamalt, að 7 ára fangelsisdómurinn væri orðinn það gamall, og bara fallinn um sjálfan sig og sökudólgurinn þarf þar af leiðandi aldrei að sitja inni fyrir dóminn. Gæti þetta gerst hér?
 
Gott er að hafa þetta í huga, miðað við ítölsku kónana. Og dómana. Þó að erfitt sé að gera sé grein fyrir muninum á ítölsku og íslensku réttarkerfi.
 
En þó að Berlusconi karlinn hafi áhuga á að hitta sætar stelpur, þá er það varla nokkur glæpur. Líklega ekki í huga okkar hér á Íslandi. En það gegnir öðru máli í landi Kaþólikka á borð við Ítalíu. Framhjáhald íKaþólillalandi eins og Ítalíu, jarðar við stóran glæð á við morð. Þar er tekið virkilega alvarlega á á slíku.
 
En eru sætar stelpur bara ekki algert aukaatriði í fjárjmálakreppunni? Eða spila þær einhverja mikilvæga rullu sem við hin höfum ekki komið auga á?

mbl.is Berlusconi stefnir El País
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Appelsínugulir Hollendingar

Gekk fram á lið karla, klædda í appelsínugult á útikaffihúsi í miðbænum í hádeginu í dag. Hélt fyrst að þetta væru íslenskir björgunarsveitarmenn. En einn var með skrautlega húfu á hausnum, appelsínugula auðvitað, þannig að mig fór að gruna ýmislegt (gleymdi myndavélinni heima).

Síðar gekk ég fram á fleiri 'appelsínugula' karla sem voru á röltinu í miðbænum, sem voru líklega aðeins komnir í kippinn, eftir einn öllara, eða svo, og eftir að spyrja þá "Where are you from?" Þá þóttist ég hafa kveikt á perunni eftir að þeir sögðust vera frá "Hollandi." "Já, er ekki einmitt landsleikur á morgun," hugsaði ég með mér.

Þetta er greinilega hresst lið karla, og kannski kvenna, sem ætla að styðja sína menn í boltanum á morgun.

Og íslenskir stuðningsmenn hafa verið hvattir til að klæðast  Bláu á leiknum á morgun!

Við þurfum að leika fleiri slíka landsleiki við nágrannaþjóðir. Stuðningsmenn erlendra liða lífga upp á mannlífið í bænum. Skotarnir eru skemmtilegastir. En í síðustu heimsókn þeirra náði ég nokkrum myndum, en þar áður (var það ekki 2001?) var ég með filmuvél, og hún rúllaði því miður ekki. En þar fóru mörg mögnuð skot forgörðum! Ekki tókst að setja inn myndir frá heimsókn Skotanna í þessari bloggfærslu. Kerfið er of hæggengt.


mbl.is Hollensku landsliðsmennirnir á bæjarrölti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uss! Mafíuforinginn 'þunglyndi' deyr ekki ráðalaus.

Maður segir bara "uss" við svona afgreiðslu á náðun á hættulegum mafíuforingja! Og spyr: hversu háa upphæð fékk ítalska náðunarnefndin geitt undir borðið fyrir að láta kauða lausan? Það er nefnilega hægt að komast upp með ýmislegt fyrir peninga, ef það hefur nokkuð farið fram hjá Íslendingum undanfarin misseri.


mbl.is Þunglyndum mafíuforingja sleppt úr fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt fangelsi í fæðingu í Kópavoginum?

Í mínu ungdæmi á Suðurlandi var alltaf talað um 'Letigarðinn Litlahraun.' Þess vegna hélt ég eftir lestur þessarar fréttar að til stæði að setja fangelsi á laggirnar þarna í Kópavogi!
 
aprisoner.jpgEf fangelsi hefur verið kallað 'letigarður' lýsir það best þeim sem stjórna því: ef fangarnir fá engin verkefni að vinna við, verða þeir latir.
 
 
En ég veit ekki af hvaða hvötum yfirvöld í Kópavogi nefna matjurtargarð fyrir almenning 'Letigarð' en í mínum huga hefur það niðrandi merkingu miðað við starfsemina. Miklu nær væri að kalla þetta 'Orkugarð.'

mbl.is Letigarðar í Kópavog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannskæðasta flugslys í sögu Air France, ef satt er, ...

Mér finnst að forsvarsmenn Air France hafi farið fram úr sér í gær, er þeir töldu hvarf vélarinnar "flugslys" án þess að vita nokkuð um afdrif vélar sinnar sem hreinlega hvarf, án þess að gefa frá sér neyðarkall.

Er vit í því að nefna hvarf vélar "flugslys" án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um hvað varð af vélinni og af hverju hún hvarf af ratsjám án þess að gefa frá sér neyðarkall? Engar haldbærar staðreyndir fást upp á borðið fyrr en að flugriti vélarinnar finnst, þ.e. hinn svokallaði "svarti kassi" sem hefur að geyma afrit af samskiptum flugstjórnarmanna síðustu mínútur vélarinnar á flugi (líklega hálftíma upptaka eða meira).

Síðan er haft eftir í fréttum eftir Air France, að þetta sé 'versta flugslys' í sögu flugfélagsins. Vonandi er Air France öruggt félag, og er líklega ekki óöruggara en önnur flugfélög af svipaðri stærðargráðu og gæðum/öryggi.

En það setur að mér einhverja ónotatilfinningu eftir að lesa og hlusta á fréttir af hvarfi þessarar flugvélar.  Vegna þess að í gegnum tíðina hef ég tekið eftir að þær fréttir sem berast hingað til lands af meiriháttar flugslysum og óhöppum, gerast grunsamlega oft þegar Airbus vélar eiga í hlut.

Fyrir nokkrum misserum horfði ég á fræðsluþætti um prufukeyrslu á einhverri mega-stórri Airbus-vél,  sem framleiðandinn var að reyna að selja flugfélögum, eins og gengur og gerist. Eftir að hafa horft á þessa þætti hugsaði ég með mér, að mér þætti þessi risaþota ekki mjög svo traustvekjandi.

Mikill er missir aðstandenda þeirra sem voru um borð í þessari Airbusvél. Og þó að Air France staðhæfi að þetta 'flugslys' sé hið mesta í sögu félagsins, gæti það gefið vísbendingu um að félagið sé kannski alveg á réttri hillu hvað varðar val á farartækjum. Er virkilega varhugavert að ferðast um í Airbus?

Fróðlegt væri fyrir hvern áhugamannn sem er, að bera saman flugslys/óhöpp milli flugvélategunda. Þetta er kannski aðgengilegt á netinu fyrir hvern sem er, þó að ég hafi ekki persónulega leitað þessar upplýsingar uppi. 

 


mbl.is Brakið án efa úr týndu vélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband