Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Biður nágranna afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Berlusconi stefnir El País | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2009 | 23:07
Appelsínugulir Hollendingar
Gekk fram á lið karla, klædda í appelsínugult á útikaffihúsi í miðbænum í hádeginu í dag. Hélt fyrst að þetta væru íslenskir björgunarsveitarmenn. En einn var með skrautlega húfu á hausnum, appelsínugula auðvitað, þannig að mig fór að gruna ýmislegt (gleymdi myndavélinni heima).
Síðar gekk ég fram á fleiri 'appelsínugula' karla sem voru á röltinu í miðbænum, sem voru líklega aðeins komnir í kippinn, eftir einn öllara, eða svo, og eftir að spyrja þá "Where are you from?" Þá þóttist ég hafa kveikt á perunni eftir að þeir sögðust vera frá "Hollandi." "Já, er ekki einmitt landsleikur á morgun," hugsaði ég með mér.
Þetta er greinilega hresst lið karla, og kannski kvenna, sem ætla að styðja sína menn í boltanum á morgun.
Og íslenskir stuðningsmenn hafa verið hvattir til að klæðast Bláu á leiknum á morgun!
Við þurfum að leika fleiri slíka landsleiki við nágrannaþjóðir. Stuðningsmenn erlendra liða lífga upp á mannlífið í bænum. Skotarnir eru skemmtilegastir. En í síðustu heimsókn þeirra náði ég nokkrum myndum, en þar áður (var það ekki 2001?) var ég með filmuvél, og hún rúllaði því miður ekki. En þar fóru mörg mögnuð skot forgörðum! Ekki tókst að setja inn myndir frá heimsókn Skotanna í þessari bloggfærslu. Kerfið er of hæggengt.
Hollensku landsliðsmennirnir á bæjarrölti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2009 | 00:05
Uss! Mafíuforinginn 'þunglyndi' deyr ekki ráðalaus.
Maður segir bara "uss" við svona afgreiðslu á náðun á hættulegum mafíuforingja! Og spyr: hversu háa upphæð fékk ítalska náðunarnefndin geitt undir borðið fyrir að láta kauða lausan? Það er nefnilega hægt að komast upp með ýmislegt fyrir peninga, ef það hefur nokkuð farið fram hjá Íslendingum undanfarin misseri.
Þunglyndum mafíuforingja sleppt úr fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 01:03
Nýtt fangelsi í fæðingu í Kópavoginum?
Letigarðar í Kópavog | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2009 | 21:31
Mannskæðasta flugslys í sögu Air France, ef satt er, ...
Mér finnst að forsvarsmenn Air France hafi farið fram úr sér í gær, er þeir töldu hvarf vélarinnar "flugslys" án þess að vita nokkuð um afdrif vélar sinnar sem hreinlega hvarf, án þess að gefa frá sér neyðarkall.
Er vit í því að nefna hvarf vélar "flugslys" án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um hvað varð af vélinni og af hverju hún hvarf af ratsjám án þess að gefa frá sér neyðarkall? Engar haldbærar staðreyndir fást upp á borðið fyrr en að flugriti vélarinnar finnst, þ.e. hinn svokallaði "svarti kassi" sem hefur að geyma afrit af samskiptum flugstjórnarmanna síðustu mínútur vélarinnar á flugi (líklega hálftíma upptaka eða meira).
Síðan er haft eftir í fréttum eftir Air France, að þetta sé 'versta flugslys' í sögu flugfélagsins. Vonandi er Air France öruggt félag, og er líklega ekki óöruggara en önnur flugfélög af svipaðri stærðargráðu og gæðum/öryggi.
En það setur að mér einhverja ónotatilfinningu eftir að lesa og hlusta á fréttir af hvarfi þessarar flugvélar. Vegna þess að í gegnum tíðina hef ég tekið eftir að þær fréttir sem berast hingað til lands af meiriháttar flugslysum og óhöppum, gerast grunsamlega oft þegar Airbus vélar eiga í hlut.
Fyrir nokkrum misserum horfði ég á fræðsluþætti um prufukeyrslu á einhverri mega-stórri Airbus-vél, sem framleiðandinn var að reyna að selja flugfélögum, eins og gengur og gerist. Eftir að hafa horft á þessa þætti hugsaði ég með mér, að mér þætti þessi risaþota ekki mjög svo traustvekjandi.
Mikill er missir aðstandenda þeirra sem voru um borð í þessari Airbusvél. Og þó að Air France staðhæfi að þetta 'flugslys' sé hið mesta í sögu félagsins, gæti það gefið vísbendingu um að félagið sé kannski alveg á réttri hillu hvað varðar val á farartækjum. Er virkilega varhugavert að ferðast um í Airbus?
Fróðlegt væri fyrir hvern áhugamannn sem er, að bera saman flugslys/óhöpp milli flugvélategunda. Þetta er kannski aðgengilegt á netinu fyrir hvern sem er, þó að ég hafi ekki persónulega leitað þessar upplýsingar uppi.
Brakið án efa úr týndu vélinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)