Bakkabræður sverja sig greinilega í ætt við aðra glæfra-álfa sem
hafa farið mikinn í íslensku viðskiptalífi og útrásum hér síðustu misserin,
þ.m.t Björgólfarnir, Hannes Smára & Co. og Jón Ásgeir & Co. ásamt fleirum.
Samt undrandi á að enginn af þessum aðilum hafi tekið yfir
sorphirðuna hér á höfuðborgarsvæðinu. Enda ekki í útboði og líklega ekki nógu fínt fyrir þá!
En kannski ekki - enda ekki nógu framsýnir þó að þeir ætluðu sér
kannski sorphirðuna að lokum. Þeir yfirtóku stærstu bankana
til að hafa völd yfir því hversu mikið þeir gætu fengið lánað þar.
Þegar þeir voru búnir að þurrmjólka bankana, og ekkert meira þar að
hafa, lentu þeir allir í vandræðum. Og höfðu ekki fattað að bankar
gætu orðið gjaldþrota eins og hver önnur loftbólufyrirtæki.
Og nú ætla t.d. Bakkabræður að þurrmjólka Existu, kaupa og selja
í þessu loftbólufyrirtæki sér í hag.
En þar hefst sorphirðan: að eignast restina af Existu - nógu andskoti ódýrt.
En reyndar verður sorphirðan að andstöðu sinni: kasta út litlum hluthöfum í félaginu,
gera þá að engu. Það kallast sorpeyðing. Það er líka miklu fínna en 'sorphirða.'
Allt þetta álfa-lið, sem hefur litla framsýni, er engu betra en Mafían
sem stjórnaði öllu í New York á sínum tíma, og stjórnar kannski að hluta ennþá.
Nú þarf íslenska þjóðin á að halda virkilega ötullum saksóknara, eins og NYC hafði á sínum tíma
til að rannsaka gerðir allra þessara álfa og koma fyrir kattarnef, í eitt skipti fyrir öll,
ef eitthvað ólöglegt hefur átt sér stað. Hint: það er lenska hjá öllum stórum
fjárfestum að fela fé í skattaparadísum. Og hef ég það fyrir víst að það er, eða var,
lögmaður í Landsbanka sem ráðlagði aðilum um hvernig átti að bera sig að
varðandi þennan þátt.- Hefur líklega þjónað mögrum köllum og kellingum sem
hafa líklega komið sínu í einhverja ónefnda banka í gegnum Luxemburg.
En þaðan ku víst vera erfitt að rekja færslur áfram.
Og þó að nokkur tími sé í næstu áramót, detta mér strax í hug þessar ljóðlínur:
"... og stórir komu skarar, af álfum var þar nóg ..." Og þér blésu víst í sönglúðra,
sem eru nánast þagnaðir, en samt greinilega ekki. Álfarnir halda áfram að
reyna að ná tóni út úr fölskum lúðrinum.
Og hér er hluti af annarri frétt um Bakkabræðra-álfana (eða átti ég að segja
'mafíósana'?) - tekin af amx.is :
BBR ehf., félag í eigu Lýðs Guðmundssonar og Ágústar Guðmundssonar, hefur í dag skráð sig fyrir nýju hlutafé í Exista að fjárhæð 50 milljarðar króna í skiptum fyrir 1 milljarð hluta í Kvakki ehf. Þetta þýðir að gengi á hlut er 0,02 krónur. Þeir bræður ætla að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé Exista á sama gengi og hafa óskað eftir undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu hvað varðar reglur um lágmarksverð.
Þessi viðskipti fela í sér að fyrri eigendur Kvakks ehf., Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson, leggja Exista til 1,0 milljarð króna í reiðufé.
Eftir viðskiptin eiga félög fjárhagslega tengd Lýð Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni 56.407.905.675 hluti í Exista, eða samtals 87,9% af heildarhlutafé.