Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2008

Atkvćđaveiđar stjórnarandstöđunnar - pöbbinn á Akureyri?

Ég lenti í skemmtilegum félagsskap međ fólki ađ Norđan nú í byrjun september 2008.
Var ţá tjáđ ađ Steingrímur J. alţingismađur ćtti ţađ til ađ mćta út á lífiđ ţarna
fyrir Norđan, standa á barnum, ađhafast ekkert, eđa ţangađ til einhver byđi honum í glas.

Kannski sjá Norđlendingar Steingrím í ţessu ljósi. Kannski vill Steingrímur bara láta
líta út sem ađ honum liggi lífiđ ekkert á. En ađ skreppa á barinn er ţekkt
leiđ til atvkćđaveiđa međal stjórnmálamanna. (En í kreppu ţarf auđvitađ ađ hafa hrađar hendur, eđa ţannig. ...)

Í eitt skiptiđ kemur ungur Akureyringur á bar ţarna fyrir Norđan til ađ panta sér drykk,
og sér ađ Steingrímur stendur viđ barinn. Um leiđ og sá ungi pantar sér
bjór, pantar hann í leiđinni mjólkurglas handa alţingismanninum.

Ţá varđ ţessi vísa til:

Steingrímur karlinn staldrar viđ ţyrstur
viđ barinn hann stendur en vill ekki fyrstur
bjóđa í glas, og forđast allt ţras
en ţiggur međ ţökkum eitt mjólkurglas.
mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samhengi milli bruna á bílum og frystihúsum?

Mér er í fersku minni fréttir af ýmsum brunum á frystihúsum úti á landi hér áđur fyrr, framar öđrum brunum, fyrir utan hlöđubruna á ýmsum býlum í sveitum ţessa lands.

Kannski er ţetta mér í svo fersku minni, af ţví ađ ţegar ég var yngri las ég ađallega slysafréttir í blöđum og skrýtlur, frekar en leiđara og ađrar pólitískar greinar. 

Man ekki hvort einhverjir frystihúsabrunar hafi orđiđ á höfuđborgarsvćđinu á 8. 9. og 10. áratugnum. 

En ţađ hefur lítiđ fariđ fyrir fréttum af frystihúsabrunum yfirleitt s.l. misserin. Kannski er fariđ ađ klćđa, endurgera og byggja frystihús úr óbrennandi efni, eđa hvađ?

Og kannski kviknar ekki lengur í frystihúsum af ţví ađ eigendur ţeirra hafa grćtt svo mikiđ á aflakvótanum? Ég skal ekki segja.

Man eftir einstaka stórbrunum á öđrum fyrirtćkjum á 7. og 8. áratugnum, svo sem á athafnasvćđi Eimskips nálćgt Borgartúni, Klúbbnum gamla viđ Borgartún og gamla góđa skemmtistađnum viđ Tjörnina (nú Listasafn Íslands).

En nú brenna bílar landsmanna sem aldrei fyrr. Er eitthvađ í gangi? Nú virđast stórfyrirtći ekki brenna til grunnna, heldur blikkbeljur landsmanna í hrönnum. Skyldi vera eitthvađ líkt međ gömlum eigendum frystihúsa og núverandi eigendum (dýrra) ökutćkja á Íslandi í dag?

Ástandiđ er ekki eđlilegt.

Ýmsir brunar hafa orđiđ á höfuđborgarsvćđinu á s.l. misserum, eđa frá árinu 2000. Ţeir eru ólíkir brunum á bílum, frystihúsum og eldi (íkveikju) í húsum/blokkum. Ţar hafa líklega annarlegar hvatir legiđ ađ baki, svo sem ítrekađar íkveikjur í ónefndu húsi viđ Vatnsstíg, íkveikjan viđ Laugar ţegar ţađ var í byggingu, bruninn mikli í Faxafeni, stuttu eftir aldamótin 2000.

Tryggingafélögin hér á landi munu líklega fara ađ hugsa öđruvísi, eftir alla bílabrunana ađ undanförnu. Bílaeigendur gćtu átt von á mikilli hćkkun á tryggingagjöldum.

En umfram allt ţurfa yfirvöld ađ fara ađ huga ađ meiri löggćslu og eftirliti í ÖLLUM hverfum á höfuđborgarsvćđinu og úti um allt land. Ţví ţađ virđist sem svo, og tilfinningin er slík ađ ein ađferđin í ađ mótmćla ástandinu í niđursveiflunni og kreppunni hér sé jafnvel ađ birtast í ţví ađ kveikja bara í eigum sínum. Sé sjaldan lögreglubíl á sveimi um nćtur í miđri viku, og ţađan af síđur um helgar, í mínu hverfi. Kannski ekki skrítiđ, enda mannekla og líklega yfirvinnubann hjá lögreglunni.

Og ţađ sem meira er, ađ ţeir sem kveikja bál af öđrum og annarlegum ástćđum, muni notfćra sér kreppuástandiđ og fara ađ kveikja í líka.


mbl.is Enn einn bílabruninn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband