Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
27.10.2008 | 22:46
Útilokum gastæki - þetta eru stórslysagildrur
Sex ungmenni flutt á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 22:29
Skrípaleikur í launum bankastjóra
Hvernig má það vera að laun bankastjóra nýju ríkisbankanna eru hærri en laun yfirmanns þeirra, viðskiptaráðherra?
Nýráðinn bankastjóri KB banka skammast sín svo mikið að hann fer fram á launalækkun til að verða ekki milli tannanna á fólki af því að hann er á hærri launum en annar kvenkyns bankstsjóri eins ríkisbankans.
Og svo er annað: einn nýr kvenbankastjórinn vill ekki gefa upp sín laun. Skammast hún sín fyrir að hafa samið um lág laun? Hefur hún kannski bara 900 þúsund í laun á mánuði, sem er dágott, en vill ekki að fjármálaheimurinn viti það, af því að það er svo 'niðurlægjandi.' Ég nefni töluna 900 þúsund, af því að ég heyrði þessa tölu um þessi laun í vikunni.
Bankableðlarnir hafa að mínu mati verið að skammta sér ofurlaun á undanförnum árum og misserum. Þeir eru bara að apa eftir stórum fjármálafyrirtækjum í Ameríku sem borga góð laun + bónusa. Íslenskir bankar eru litlir og hafa ekki efni á slíkum ofurlaunum. Því fór sem fór.
Nýjustu upplýsingar sem ég hef er að starfsmenn hjá Goldman Sacs hafi verið að fá í laun + bónusa á ári sem nemur $660.000.-
Ef þetta er reiknað í íslenskum krónum (þó að dollarinn sé bara reiknaður á hundrað kall), kemur stjarnfræðileg upphæð í ljós í íslenskum. A.m.k. í mínum huga. Það eru ofurlaun.
Bað um launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2008 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 01:09
Jón Ásgeir enn og aftur fórnarlamb Séð&Heyrt aðferðarinnar?
Ótrúleg umræða á netinu er búin að vera um hvernig Jón Ásgeir stóð sig í Silfri Egils, eða öfugt, þ.e. hvernig Egill stóð sig; japl, jaml og fuður út af engu. Egill var samur við sig í þessu viðtali, var ekkert æstari en vanalega. Þarna voru bara tveir menn að ræða saman um hitamál. Og Jón Ásgeir má eiga það að hann hélt stillingu sinni, ef honum fannst kannski Egill vera æstur (sem mér fannst ekki), enda í mjög erfiðri stöðu eftir hrun Glitnis. Hann stóð frammi fyrir erfiðum spurningum, sem hann kannski reyndi að svara út úr, en hann æsti sig ekki.
Egill var hvorki vel né illa undirbúinn undir þetta viðtal, vegna þess að þetta var 'stutt' viðtal miðað við umfang, og gæti aldrei orðið eitthvað bitastætt þannig séð. Í svona 'Silfur Egils' viðtalsþætti verða málefnin aldrei annað en smávegis yfirklór og Egill virðist lifa á því.
En getur Egill unnið rannsóknarefni til birtingar í sjónvarpsþætti eða blaðagrein, sem tæki á málunum?
Við verðum að gera greinarmun á sjónvarpsþætti með 'æsifregnastíl' og einhverju virkilega bitastæðu þar sem að þáttarstjórnandi/greinarskrifandi fer virkilega ofan í málin þar sem hann/hún fléttar viðtölum við viðkomandi sem tengjast efninu (ef þeir þora).
Jafnvel grunnskólanemandi getur spjallað við þjóðþekktan Íslending sem lendir í skandal.
En málið er að Íslendingar, eins og svo margir aðrir, gleypa við æsifregnastílnum og skandalnum,
þannig að svona þættir eins og Silfur Egils eru í rauninni ekki á hærra plani en Séð & Heyrt og DV.
10.10.2008 | 23:51
Kokgleypir þú loforð pólitíkusa?
Rússar og IMF sameinist um lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 21:47
Stjórar strengjabrúður kjölfestufjárfesta bankanna og fyrirtækja?
Það er eitthvað bogið við stjarnfræðilega háa starfslokasamninga
s.l. ára í fyrirtækum hér á landi. Má þar nefna t.d. starfslokasamninginn
sem Ragnhildur Geirsdóttir fékk frá Icelandair (a.k.a. Hannesi Smárasyni)
hér um árið, fyrir að þegja.
Fæstir hafa gleymt starfsbyrjunarsamningi Lárusar Welding hjá
Glitni heitnum upp á 300 millj. króna. Var það samningur upp á að þegja?
Nei varla. Frekar að sitja og standa eins og kjölfestufjárfestirinn skipaði fyrir.
Og auðvitað þegja svo þunnu hljóði um það sem gerðist innan bankans.
Það verður fróðlegt að lesa æviminningar Ragnhildar og Lárusar þegar
fram líða stundir, ásamt öðrum sem hafa gleypt við gylliboðum
íslenskra fjármálamanna á hryðjuverkasviðinu
í banka- og fyrirtækjaiðnaðinum á Íslandi á undanförnum misserum.
Kannski eigum við einnig eftir að lesa æviminningar fyrrverandi
bankastjóra stóru dauðu bankanna. En ég efa það. Þessir herramenn
tóku þátt í öllu plottinu með mönnum eins og Jóni Ásgeiri og
Hannesi Smárasyni og öðrum, og skammast sín. En samt ... slíkar bækur yrðu
auðvitað metsölubækur sem íslenskur almúgi myndi gleypa í sig
ef stjórarnir eiga eftir að opna munninn, því metsölubók er = frægð og fé.
Hver veit?
En við eigum eftir að heyra um hverja svikamilluna af annarri
á næstu vikum og mánuðum. Bæði hér heima og erlendis.
Meðfylgjandi er áhugaverð lesning um ástandið frá omma (ommi.blog.is)
hér á mbl frá 8. þessa mánaðar, sem ég tek mér bessaleyfi um að afrita
hér orðrétt:
Sagt er
.... að Jón Ásgeir, Stoðir og Baugur hafi á síðustu 3-4 vikum næstum því
strípað allt lausafé af Glitni. Lárus og Þorsteinn Már reyndu að stoppa það
en gátu ekki. Þeir voru eiginlega búnir að missa stjórn á bankanum. Það var
ástæðan fyrir því að Seðli vildi ekki lána og kröfðust 75%. Ef þeir hefðu
lánað eða ekki haft afgerandi meirihluta þá hefðu peningarnir runnið áfram
til Jóns. Óánægja Þorsteins Más snýst um að hann vildi ekki að ríkið
eignaðist meira en 50% - fyrir utan það að hann tapar persónulega miklum
fjármunum.
Bréf Baugs og Stoða voru tekin út úr fjárfestingarsjóðum Glitnis í gær og
fyrradag. Samkv. sömu heimildum fer Salt Investmenst Robba Wessmann á
hausinn. Það gengur sú saga í bankaheiminum að fundir Björgólfs með DO og
Geir hafi ekki snúist um yfirtöku á Glitni heldur björgun Landsbanka sem
riði til falls. Feðgar séu búnir að setja nærri 60 milljarða nú þegar í
Actavis og Eimskip fyrir utan það er Landsbankinn er að fá sennilega vel á
annað hundrað milljarða í hausinn í gjaldþrotum fyrirtækja sem þeir hafa
lánað til, s.s. Nýsis, spænska fyrirtækis sem þeir fjármögnuðu, Icebank
(sem er gjaldþrota), Baugs, Teymis, 365 etc etc. Fyrir tveimur vikum voru
settar nýjar reglur um fyrirgreiðslu við viðskiptavini hjá Landsbankanum -
sem sagt ekki lána neitt - mjög harðar reglur.
Yfirtakan á Byr var plott frá Jóni Ásgeiri og öðrum hluthöfum - aðallega
Saxbygg, sem gekk út á það að strípa Byr til að reyna að halda lífi í
Glitni. Þeir ætluðu að nota Byr eins og hræ sem refur leggst á til að lifa
af veturinn. Convenient fórnarlamb - sérstakelga vegna þess að það var nógu
mikið af sameiginlegum hluthöfum til að geta látið þetta ganga.
Sjóður 1 - Glitnir Skuldabréf, fjárfestir til dæmis í skuldabréfum
fyrirtækja. Verðmæti sjóðsins 1. september var tæpir 48 milljarðar króna,
þar af voru skuldabréf fyrirtækja 57%. Stærstu skuldarar eða útgefendur
skuldabréfa sem sjóðurinn á voru þá Íbúðalánasjóður, FL Group - nú Stoðir -
og Glitnir. Sjóður 9 - Glitnir peningamarkaður - fjárfestir í
skammtímaverðbréfum. Verðmæti sjóðsins um síðustu mánaðarmót var rúmir 117
milljarðar króna - og stærstu skuldarar þar - Glitnir, Straumur, Stoðir og
Baugur. Þriðji sjóðurinn sem lokað var er sjóður 9.1 - Glitnir,
peningamarkaður, evrur. Verðmæti hans voru rúmir átta milljarðar um síðustu
mánaðarmót og skráð skuldabréf fyrirtækja voru um þriðjungur eigna
sjóðsins. Lokun þessara sjóða var ákvörðun stjórnenda Glitnis, en hún var
tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins eins og lög gera ráð fyrir.
Það er alveg augljóst að Baugur hefur gefið út bréf sem Glitnir hefur tekið
inn í almenna sjóði í stórum stíl án nokkurrar tryggingar. Þrír sjóðir
Glitnis, sem hafa verið lokaðir síðustu tvo daga, verða opnaðir á morgun. Í
tilkynningu frá Glitni segir, að óvissu um skuldabréf í sjóðunum hafi verið
eytt og þar sé nú ekki að finna nein skuldabréf á Stoðir hf, sbr.
http://www.m5.is/?
Að Björgólfur hafi síðastliðinn föstudag tekið út úr Landsbankanum 25
milljarða króna með því að selja bréf fyrir vini og vandamenn, gengi
Landsbankans hækkaði óvænt á föstudag og fór í 19.9
Það er semsagt verið að afskrifa skuldir Baugs til þess að þær dragi ekki
niður bréf almennra eigenda. Best stendur Kaupþing, en athygli vakti að hér
fyrir utan var ansi fjölmennur floti dýrra bíla fyrir kl. 8 í gærmorgun.
Hummm
Verða Landsbankanum til ráðgjafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 03:48
Nýjasti ‘Enron’ skandallinn eins og kengúra sem skoppar?
Lagasetningar virðast ekki hafa nein áhrif þegar gróðapungar eiga í hlut. En meira um það síðar.
Margir hafa röntgensjón, nú eða geta skoppað eins og kengúrur kringum lögin. Á maður að hlæja eða gráta af nýrri lagasetningu Alþingis? Var að lesa áhugaverða grein, en get ekki deilt henni með þér fyrr en á morgun, en ...
... nú væri gaman að fara á stúfana á morgun og fá svör í þjóðfélaginu til að athuga hvaða bankar og/eða fjármálastofnanir hafa tekið þátt í svikamillunni sem tengist nýjasta dæminu um svokallað Enron svindl. Ef einhver hér sem les þetta veit eitthvað, varðandi tengsl fjármálafyrirtækja hér við Goldman Sacs eða AIG, væri velkomið að frétta af því.
Ný lög um fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 00:01
Peningaskápar uppseldir! – Bankahólf uppfull!
Nú hljómar þetta eins og í Séð & Heyrt fyrirsagnastíl.
En ef ég set spurningamerki við fyrirsögnina:
Peningaskápar uppseldir? Bankahólf uppfull? Þá er það satt, af því að ég set í alvörunni spurningamerki við þessar staðhæfingar.
Og í alvöru: er einhver bisness í þessu núna á þessum síðustu og svörtustu? Þ.e. í sölu á peningaskápum og útleigu á bankahólfum.
Um helgina hitti ég töluvert af fólki og náði ég þó nokkrum góðum á spjall, svona um ástandið í þjóðfélaginu og á fjármálamarkaðinum. Og tjáðu menn og konur sig út frá ólíkum sjónarmiðum, sem ég hef ekki tíma til að fara nánar út í, nema eftirfarandi atriði:
Ein kvennanna sagði mér frá konu sem fór í bankann sinn á föstudaginn til að taka út í peningum, sínar 60 milljónir. Ég sagði: Heyrðu, getur þetta staðist, gjaldkerar í bönkum eru ekki með svo mikla peninga til að greiða út í reiðufé.
Jú, sagði hún, útibússtjórinn var kallaður til, og þeir verða að greiða þetta út, og það var sótt eftir þessu reiðufé. Konan kom þessu síðan fyrir í bankahólfi.
Síðar þennan sama dag, gaf ég mig á tal við mann sem ég hitti, þó að ég vissi engin deili á honum, og fór að spalla við hann um menn og málefni og það sem var að gerast í fjármálaheiminum. Ég þóttist koma með rosa skúbb er ég endurtók söguna frá konunni um 60 milljóna króna-konuna sem hafði yfirfært traust sitt frá bankareikningi sínum yfir í blikk-skápinn í bankanum.
Veit ekki hvort manninum fannst mikið til um söguna, en hann vissi deilur á manni sem hefði farið í bankann sinn og tekið út 100 milljónir til að geyma í fjárhirslu sem hann hafði keypt til að geta geymt milliurnar heima undir lás og slá í fjárhirslunni.
Heyrðu mig, sagði ég, nú hljótum við að vera að tala um sama hlutinn, þannig að greinilegt er að flökkusaga er komin á kreik varðandi milljóna úttektir, þar sem fjáreigendum finnst öruggara að sofa með aurana undir koddanum.
Nei, það er ekki þannig, sagði maðurinn, vegna þess að þessi aðili tók þessa fjárhæð út fyrr á árinu, vegna þess að hann vissi hvert stefndi.
Við eftirgrennslan, hafði ég afspurnir af því að maðurinn sem sagði mér söguna af 100-millu manninum væri vel stæður og vel þekktur maður hér í viðskiptalífinu. Ég kannaðist við nafnið, þó að ég hefði aldrei séð viðkomandi áður, né hitt eða talað við fyrr, að mér vitandi.
En hvað heldur þú sambloggari góður, eða lesandi þessa texta? Hefur þú heyrt um einstaklinga sem hafa tekið út beinharða peninga til að geyma heima?
6.10.2008 | 22:30
Bankarnir spunnu peninga eins og kandífloss
Ég trúi engu lengur sem bankastjóri, eða stjórar, láta frá sér fara um góða stöðu banka o.s.frv. Þó að þeir eigi eignir í dag, fá þeir litla fyrirgreiðslu til að geta velt skuldunum áfram. Fyrirsögnin er í boði Adam Smith, en hann notaði þetta upprunalega er hann var að vitna í Evrópska banka hér fyrir á árum.
En líklega byrjaði ég daginn á því að lesa, af því að ég var að lesa sitt hvoru megin við miðnætti. Það sem ég las gerðist í hruni árið 1970, þannig að sagan endurtekur sig. Það sem er að gerast núna, hefur gerst áður: það væri líklega bara hægt skipta út nöfnum á mönnum, fyrirtækjum og dagsetningum, þannig að lesandinn fengi á tilfinninguna að hann væri að lesa um glænýtt gjaldþrot fyrirtækjasamsteypu útrásar bræðra. Ég las líka áhugaverða sögu í vetur sem leið af svissneskum banka sem fór í þrot, en af öðrum orsökum en nú er að gerast, þó að um spákaupmennsku hafi verið að ræða. Sú lesning var líka í boði Adam Smith. En meira um það síðar hér í blogginu.
Ég er líka búin að taka til í og hreinsa eina stóra skúffu í eldhúsinu í dag, fara í göngutúr til að anda aðeins og hvíla mig á fréttum dagsins, setjast við saumavélina til að róa mig, skoða á vefnum hvað erlendir fjármálaspekúlantar eru að segja þessa dagana og er byrjuð að setja á blað það sem ég las í dag um eina af örsökunum fyrir þessu bankahruni sem er að eiga sér stað.
Fylgstu því vel með þessu bloggi, því ég mun skella því hér inn.
Það er greinilega hvorki íslenski Seðlabankinn né stjórnin, sem er sökudólgur. Auðvitað er eitthvað mikið búið að vera að, þar sem að bankar og fjármálastofnanir víða um heim eru farnir í þrot. Það eru vissulega margir samverkandi þættir sem eiga hér hlut að máli.
Staða Kaupþings býsna góð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 22:24
Ekki fleiri verðbréfagutta, takk – Þeir verði í gjörgæslu!
Þegar ég kíkti framhjá Glitni í kvöld, voru nokknir 'vel stæðir' jeppar á stæðinu, maður að ganga í hús, og húsnæðið upplýst.
Aha! Hér kemur skýringin á því hversu yfirvegaður Róbert Wessmann var yfir kaupum sínum á hlutum í Glitni, á föstudeginum fyrir viku, 26.9.08, eins og kom fram í sjónvarpsfréttum um miðja vikuna. Hann er sallarólegur. Hlutir í bankanum hrynja svo á mánudeginum. Og hann er sallarólegur.
Hann var greinilega með ákveðin markmið, þ.e. að eignast Glitni, hvað sem tautar og raular. Hann er næsti verðbréfaguttinn sem ætlar sér að ná völdum innan bankans.
En stóra spurningin er: hver/hverjir voru að selja á þessum föstudegi? Var um innherjaviðskipti að ræða? Var einhver að losa sig við hluti sína vegna vitneskju um slæma stöðu bankans? Og var plottið: ég skal kaupa af þér, greyjið mitt, ef þú kjaftar ekki frá.
Þessa spurningu þyrfti að bera fram á hlutafafundi Glitnis næstkomandi laugardag.
Mín hugmynd er sú að nú er hreinlega komið að því að spúttníkk fjárfestum er ekki treystandi fyrir að vera kjölfestufjárfestar í íslenskum bönkum. Nú þarf að hafa spúttníkkana í gjörgæslu.
Gjörgæslan er, því miður, og e.t.v. sem betur fer, í boði ríkisins!
Kannski er einmitt mikilvægt núna að setja bráðabirgðalög á Alþingi um að ríkinu beri að eiga 51% eignarhluta í bönkum og sparisjóðum vegna erfiðar lausafjárstöðu á alþjóðamarkaði og vegna slæmrar reynslu af verðbréfaguttum, ef þannig má taka til orða.
Líklega megum við búast við stórtíðindum áður en klukkan slær tólf á hádegi, mánudaginn 6. október.
Mánudaginn 29. september 2008 munum við í framtíðinni minnast sem svörtum mánudegi, enda svona 911 dagur (2+9:11).
Vonandi verður næsti mánudagur ekki svo svartur, heldur dagur sem við munum minnast sem dags sem við lærðum af reynslunni.
Róbert Wessman vill Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 21:17
Örvænting og ótti
Myndin sýnir manneskju sem er haldin mikilli örvæntingu. Símtólið er beintengt upp til Guðs Listaverkið er dæmigert fyrir ástandið í þjóðfélaginu í dag: örvæntingarfullt og óttaslegið fólk sem er í mikilli þörf fyrir að tala við einhvern ráðgjafa enda hefur það komið fram að mikið er að gera hjá sálfræðingum, prestum og geðlæknum þessa dagana.
Ég fékk ónotatilfinningu eins og svo margir í dag. Öll óvissa í fjármálum fyllir mig kvíðatilfinningu. En þetta er tilfinning sem ég er yfirleitt laus við. En ákvað síðan, eftir töluverða umhugsun, að hringja í bankann og skipta úr peningamarkaðssjóði yfir á venjulegan innlánsreikning.
Yfirleitt tekur örfáar mínútur að framkvæma slíkan gjörning. Hringja, fá nánast strax samband við fjármálaráðgjafa og biðja viðkomandi að selja x-krónur af peningamarkaðsreikningnum og leggja upphæðina inná debetkortið. Ég var meira að segja búin að koma mér upp miklu þægilegra sýstemi eftir að ég samdi við ákveðinn verðbréfagutta í bankanum um að senda honum bara tölvupóst þegar ég vildi leggja inn og/eða taka út. Það svínvirkaði og þannig slapp ég við símtöl.
Ég þóttist vita fyrir víst að í dag væru fleiri en ég í svipuðum erindagjörðum, þannig að mér þótti vissara að hringja. Því ekkert mátti klikka. Frá því að ég lyfti símtólinu og fékk samband við ráðgjafa liðu rúmlega tuttugu mínútur. Það tók ekki nema kannski 3 mínútur að bera upp erindið og láta afgreiða sig, þannig að þetta ferli tók um 30 mínútur sem við eðlilegar aðstæður tæki aðeins 3-4 mínútur.
Var svo að hugsa um að fara á fæti í bankann til að taka út smá reiðufé til að hafa í rassvasanum, yfir helgina, svona til öryggis. En sá fram á að ég myndi lenda í mikilli biðröð í banka á föstudegi. Þannig að ég tók sjénsinn og krossaði fingurna, enda kom á daginn eins og sást í sjónvarpsfréttum í kvöld að mikil örtröð var í bönkunum í dag.
Myndin af listaverkinu er eftir listamanninn Magnús Kjartansson heitinn. Ég veit ekki hver er eigandi þess, en það hangir uppi í safnaðarheimili Neskirkju. Ég tók myndirnar af verkinu í jarðarför listamannsins í september 2006.
Ótti gripur um sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |