17.10.2009 | 21:52
Ekki gleyma ykkur í eldamennskunni - plís!
Þegar ég les þessa frétt á mbl.is minnist ég þess að hafa gleymt mér í eldamennsku. Og af hverju gleymdi ég mér: jú ég fór að lesa Moggann, á meðan að ég ætlaði aðeins að hita pönnuna upp. Og þegar ég loksins fór að pönnunni, eftir lestur Moggans, og setti smjörlíkið á hana, gaus þessi líka mikli eldur upp.
Þannig að í mínum huga er Morgunblaðið eldfimt blað, í bókstaflegri merkingu, allt frá árinu 1997, þegar moggalestur minn, varð þess valdandi að það kviknaði í pönnunni.
En mér tókst sem betur fer að hlaupa með pönnuna út úr ibúðinni og út á svalir, án þess að þetta ylli skaða. Reyndar varð pabbi gamli næstum fyrir barðinu á logandi pönnnni, þar sem hann var staddur við innganginn í íbúðina, en með minni fimi tókst mér að koma pönnuskömminni framhjá karlinum og beint út á svalir.
En ég mæli ekki með því að nokkur maður lesi Moggann í miðri eldamennsku, né annað sem getur glapið hugann, en komi sér upp eldhúsklukku (sem er reyndar á mörgum ofnum), eða standi yfir sínum pottum og pönnum sem búið er að kveikja undir. Eftir þessa reynslu kveiki ég aldrei undir pönnu eða olíupotti nema ég láti eldhúsklukkuna minna mig á það eftir 2-3 mínútur. Þannig er ég alltaf "stand-by" innan réttra tímamarka, og get komið í veg fyrir eld í eldhúsinu hjá mér.
Gleymdist að slökkva undir potti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 10:38
Kannski allir eiga minningu um pottinn sem gleymdist....þannig var það að ég legði niðrí bæ á sínum tíma í kjallara nokkrum en þar við hliðina var önnu íbúð líka í leigu, og var loftúðan af baðherbergjunum okkar sameiginleg.....þannig að maðurinn minn vaknar við vonda lykt og hélt að fötin sín lyktuðu svona illa og færir þau frá rúminu, notar ferðina í leiðinni á slernið sem var fullt af reyk og vondri lykt. Vekur hann mig og við út að ath. hjá granna og mikið rétt hann hafði sofnað yfir dönku pulsunni sinni í pottinum, sem betur fer var glugginn opin og gat ég opnað útidyrahurðina, því ekki vaknaði hann eftir köllinn í mér, hljóp inn öskraði á hann og að hellunni slökti á henni þar sem haldföng voru bráðnuð og allt. Hann granni vaknaði ekki svo ég verð reið og öskraði og togaði hann úr sófanum. Svo hrigdi leigusalinn á slökvuliðið og við komum út, og rétt á eftir komu sjíkra,lögreglu,slökvuliðið brunandi...her af einkennigklæddum mönnum orkuðu til okkar...en við þá í hlátri og gleði eftir að hafa bjargað manninum.
Fékk ég stóran blómvönd og maðurinn minn bjór í þakkarskyn fyrir lífsbjörgun granna!!!
kv. Helga
Helga (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.