17.10.2009 | 20:19
Kaninn gefur ekkert eftir í að ákæra fyrir innherjasvik. Hvað með íslenska saksóknara?
Þessi frétt segir manni að verið sé að taka virkilega á innherjasvikum vestanhafs. En það er spurning um hvernig og hvort verði tekið á álíka málum á Íslandi. Þeir Íslendingar sem hafa framkvæmt hina ýmsu fjármálagjörninga á mörkuðum hér, hafa örugglega lært ýmislegt (misjafnt) af Kananum, í námi sínu á Bandarískri grund, og þess vegna vaknar grunur hjá manni að íslenskir fjármálakólfar hafi hugsanlega lært ýmislegt gruggugt, þarna í Ameríkunni.
En spurningin er, hvort tekið yrði á ólöglegum innherjaviðskiptum hér, eða að það verði látið danka, vegna (fjölskyldu) tengsla milli saksóknara, innherja, dómara og kannski frímúrara?
Ákærðir fyrir stórfelld innherjasvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.