Pokafréttir bæði gamlar og nýjar

Er ég kannski sú eina sem hefur læðupokast með poka á mér þega ég versla í Bónus?

Ég er yfirleitt með smá bakpoka og litla tösku sem ég set Bónusdótið í þegar ég versla þar. Og hef haft þennan hátt á í töluverðan tíma. Mér finnst best að versla í Bónus á Laugaveginum og er þar af leiðandi gangandi og tek strætó heim með góssið. Best að hafa það í lokuðum bakpoka og lokaðri tösku á því rölti. 

Fólk á að gera meira af því að endurnýta plastpoka, eða minnka kaup á þeim, og hafa með sér notaða poka eða bara töskur, þegar það fer í matvælainnkaup. 

Plastpokar eru ekki umhverfisvænir; eyðast illa í umhverfinu. Voru það ekki Svíar sem voru að taka upp nýja tegund af pokum sem eyðast upp í umhverfinu? Og ætla jafnvel að banna plastpoka?

Við Íslendingar ættum að taka upp takmarkaða pokastefnu nú mitt í Kreppunni; fara út í búð með innkaupatöskur, eða notaða poka, í stað þess að kaupa rándýra plastpoka í hvert skipti.

Ég þykist hafa tekið eftir einu: í góðærinu 2007 og fyrr, sá ég alltaf stútfull hólf af plastpokum á blaða- og plastgámum í hverfinu hjá mér. En í dag, þegar ég fer út í gám að losa mig við dagblöð og plastdót, sé ég sjaldnast yfirgefna plastpoka í þar til gerðum hólfum á þessum gámum.

Ég túlka þetta á þann hátt, að nú í kreppunni sé fólk farið að sjá einhvers konar verðmæti í plastpokum, og skilji þá ekki eftir í hólfi á gámnum, eins og það gerði hér í hrönnum, fyrir kreppuna.

Það góða við kreppu er að einstaklingar fara að bera meiri virðingu fyrir dauðum hlutum, þannig að nýtt verðmætamat fer í gang hjá fólki: það sem þótti sjálfsagt í gær, er ekki gefinn hlutur í dag.


mbl.is Hærra verð á plastpokunum í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband