Bankaleynd hvað! SPRON gat flett upp á mér í öðrum bönkum til að tékka á mér og notaði upplýsingarnar til að reyna að véla mig viðskipti við sig!

Í fyrra bloggi mínu í gærkvöldi varðandi SRON, að þá láðist mér að nefna það að starfsmaður sparisjóðsins gat flett upp á viðskiptum mínum við minn viðskiptabanka, eða líklega alla mína viðskiptabanka. Sem og hún gerði á staðnum með mínu leyfi (ekki svo að skilja, að það hafi ekki verið búið að fletta upp á þessu áður). Ég var nokkuð slegin yfir þettu háttalagi, en lét ekki á neinu bera,  það að SPRON (og þá væntanlega aðrir bankar) gætu aflað sér upplýsinga um mig í öðrum bönkum og hver staða mín væri og hversu mikla veltu ég væri með í hinum bönkunum.

Veit ekki hversu miklar upplýsingar njósnabankinn hefur aðgang að, t.d. hvort hann getur séð einstakar færslur og þá séð hvar ég versla og hversu oft, eða hafi eingöngu aðgang að stöðu minni við bankann og veltuna. En þetta segir mér að mikið samráð sé milli banka. En ég var einfaldlega í þeirri barnatrú að ef ég hefði viðskipti við banka, að þá væru þau viðskipti trúnaðarmál milli mín og bankans. En ekki það að aðrir bankar og sparisjóðir gætu haft aðgang að þessum upplýsingum.  

Það væri fróðlegt að heyra í lesendum þessa bloggs, varðandi þennan þátt um trúnað milli banka og einstaklings, ef einhver er, og það er varðar samkeppnisstöðu milli banka. Hvað finnst fólki um það að viðskipti við bankann sinn eru ekki trúnaðarmál, heldur galopin gátt inn til annarra lánastofnana? Niðurstaðan er einfaldlega: þú getur ekki stofnað dagleg viðskipti við banka og haldið að nýji bankinn viti ekkert um þig. Hann flettir einfaldlega upp á þér í bankakerfinu til að tékka á þér. Og svo er verið að lögsækja blaðamenn fyrir að birta t.d. lánabók Kaupþings og fleira sem hefur verið á döfunni hér á klakanum eftir bankahrunið! Be my guest!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband