SPRON réri lífróður og ég vorkenndi þrælum sparisjóðsins – sparisjóðsstjórinn vissi nákvæmlega um stöðu SPRON, en vissi ‘Frúin’ nokkuð? Eða átti hún að vita nokkuð?

Farið var að halla undan fæti flestallra íslensku bankanna árið 2007. Fjárfestar og bankastjórar með bein í nefinu og með viðeigandi innherjaupplýsingar fóru virkilega ða hugsa sinn gang, þegar á seinni hluta árs 2007. Þegar fór að líða á árið 2008 var útlitið orðið annsi dökkt, ef ekki sótsvart.

Þrælahaldarar SPRON fóru að fara á fjörurnar við mig og vildu endilega fá mig í viðskipti á árinu 2008. Þarna voru gull og grænir skógar í boði: mega-yfirdráttarheimild og lán án ábyrgðarmanna. Ég kenndi í brjósti um starfsmanninn sem fékk það hlutverk að reyna við mig. Mér fannst þetta auðvitað allt freistandi, en ég sá ekki beint ástæðu til að færa viðskipt mín yfir í annan banka. Ég sagði starfsmanni SPRON að ég hefði engar fastar tekjur, þannig, og að ég væri í þannig erlendum viðskiptum við minn viðskiptabanka að ég gæti ekki lokað debetkortareikningi mínum hjá þeim banka. En það var allt í lagi, sagði starfsmaðurinn, ég gæti haldið áfram að vera líka í viðskiptum við gamla bankann. Ég sagðist ætla að athuga málið.

Svo varð bankahrunið og ekkert heyrðist í SPRON-þrælnum vikum saman. Ég hélt auðvitað bankaþrællinn hefði lagt upp laupana, enda Spron líklega að falli kominn. En viti menn! Þrællinn var kominn aftur á stjá í upphafi árs 2009. Enn og aftur fór hún á fjörurnar við mig. Ég kenndi í brjósti um hana, Spron-þrælinn, og var ekki til í að hafna henni, (en auðvitað vissi ég innst inni að Spron stæði ekki vel og gæti farið yfirum eins og hinir bankarnir).

Og svo fór SPRON yfirum og er ég núna alveg laus við þrælshringingar sparisjóðsins. Og svona í lokin: fyrir mörgum árum lenti ég all svakalega í þessum SPRON-sparisjóð,bæði vegna eigin glapa og mistaka starfsmanns, sem ég hafði ekki afl til að takast á við á sínum tíma, en ég vildi ekki segja starfsþræl bankans árið 2008/2009 að ég ætlaði aldrei að eiga viðskipti við þessa stofnun aftur vegna fyrri reynslu (enda ekki við hana að sakast). 

Málið er, að lögmálið segir: ef eitthvað getur klikkað, þá klikkar það. Við setjum allt of mikið traust á hluti ef þeir heita “bankar” “sparisjóðir” eða “stofnanir.” Er þetta ekki lögmálið “Murphys law,” eða hvað þetta heitir? Þannig að varast ber öll gylliboð. Ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það lygi.  

Maður einn keypti, því miður, hlutabréf í fallít sparisjóðnum SPRON, og áleit að hann væri að gera góð kaup. Hann tapapi miklu. Seljandinn: vissi betur, enda hefði sá hinn sami, eða sú hin sama ekki selt, nema að hún vissi að SPRON réði lífróður á þessum tíma. Enda eiginmaðurinn sparisjóðsstjórinn. Eða kannski vissi hún bara ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband