11.8.2009 | 23:35
TF-Alfa Sif - Ekki einfalt að bjarga einstaklingi með þyrlu.
Langar til að benda á fyrstu Útkallsbókina sem var gefin út árið 1994, eftir hann Óttar.
Ég hafði aldrei lesið þessar bækur á sínum tíma, en um daginn las ég Tf-Alfa Sif, sem er fyrsta bókin í þessum frábæra bókaflokki.
Það sem kom á óvart eftir þessa lesningu var hversu viðkvæmt, flókið og vandasamt er að fljúga þyrlu á hina ýmsu staði hér á Íslandi til bjargar fólki. Það er ekki nóg að hafa þyrlu til staðar til bjargar, því veðursilyrði eiga stóran þátt í því hvort hægt er að fljúga á viðkomandi svæði og ekki síst hvort veðuraðstæður séu til staðar til bjargar þótt að þyrla sé komin á staðinn.
Þyrluflugmenn verða að vera vel að sér í veður- og eðlisfræði, en ég komst að því eftir lestur bókarinnar. Það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera þyrluflugmaður, enda er þetta greinilega ekki eitthvað 'fancy jobb' þó að sumir sjá það kannski fyrir sér á þann veg.
Þyrluflugmenn sem hafa bjargað mörgum mannslífum á þyrlum Landhelgisgæslunnar gegnum tíðina eru hugrakkir menn og sem hafa greinilega þekkingu á því sem þeir eru að gera.
Og velti því fyrir mér hvort einhverjir þeirra hafa einhvern tíma verið sæmdir orðum íslenska lýðveldisins?
P.S. Vil taka fram að ég á engra hagsmuna að gæta né þekki persónulega einstaklinga sem starfa hjá Landhelgisgæslunni.
Þyrla gæslunnar kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svona í upphafi til leiðréttingar þá heitir fyrsta bókin "Útkall alfa TF-SIF".
Landhelgisgæslumenn hafa orðið mörgum til bjargar og þyrluáhafnir gæslunnar hlutu afreksmerki hins íslenska lýðveldis árið 1997 fyrir björgun 39 sjómanna á innan við viku í mars sama ár.
Sumir sjá þyrluflugmenn í dýrðarljóma því vissulega eru þyrlur flestum ennþá framandi og flestum þykir spennandi að komast í þyrluflug. Mig langar hins vegar að benda á að rétt eins og sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn, læknar o.fl. þá eru þessir einstaklingar í vinnu við að bjarga fólki og þeirra starf í raun ekki merkilegra en framangreindra aðila. Oft hafa sjúkraflutningamenn bjargað mannslífum, jafnvel við mjög svo erfiðar aðstæður, en enginn bendir á að þeim verði veitt afreksmerki íslenska lýðveldisins.
Ég er alls ekki að gera lítið úr þyrluáhöfnum og oft lenda þær í krefjandi verkefnum en fólk þarf að gera sér grein fyrir að þetta er innifalið í starfslýsingunni. Ég horfi hins vegar oft til björgunarsveitafólks af mikilli virðingu því þar eru einstaklingar í sjálfboðavinnu að leggja sig jafnvel í hættu öðrum einstaklingum til bjargar. Björgunarsveitir eru einn hlekkur í björgunarþjónustu okkar Íslendinga og koma oft bjargar til þegar starfandi björgunaraðilar komast ekki lengra.
Guðmundur (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 00:51
Og svo fara þyrlur og hugrekki ekki vel saman, ef menn þurfa orðið að treysta á hugrekkið þegar þeir eru að fljúga þyrlum þá er kominn tími til að hætta :) allt snýst þetta um að vita uppá 110% hvað menn eru að gera og hvað hægt er að gera án þess að vera taka óþarfa áhættur, þess vegna er reynsla í þessi fagi mjög mikilvæg.
reynir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 02:04
Sammála þér Guðmundur, um að björgun sjúkraflutningamanna á mannslífum hefur ekki farið hátt hér á landi gegnum tíðina. Greinilega menn á ferð sem vinna sína vinnu af æðruleysi. En samt mættum við frétta meira af vinnu þeirra við að bjarga mannslífum. En við fréttum aðallega af þessum frábæru sjúkraflutningamönnum þegar þeir fá þann heiður að taka á móti nýfæddu barni á vaktinni sinni í sjúkrabílnum.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 8.9.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.