Er mbl.is breiðsíða eða bara horsíða?

Sigmundur Ernir í bloggi sínu:

"Líklega er illskásti kosturinn í Icesave-deilunni að ganga að þeim nauðasamningi sem liggur fyrir, þótt það út af fyrir sig ömurlegt. Altént verður að semja - og ég er hræddur um að landsmenn bifi Bretum og Hollendingum ekki lengra, samanber fylgiskjöl samningsins."

Léleg skoðun þingmanns. Þetta sýnir einfaldlega uppgjöf þessa aðila sem fékk umboð líklega þúsunda kosningabærra einstaklinga í s.l. Alþingiskosningum. Greinilega ekki mikils að vænta af þessum þingmanni Samfylkingar. Eða Samfylkingunni almennt?

En það sem vakti athygli mína á skrifum þessa Samfylkingarþingmanns var frétt á Smáfuglunum, þar sem vitnað var í hæstvirtan þingmann:

„Davíð Oddsson er pólitískum andstæðingum sínum mikið lán. Gott væri að hann tjáði sig oftar. Og helst í breiðsíðum."

Engin rök eru fyrir því að Davíð sé andstæðingum sínum mikið lán.Á hvaða hátt? Og ég velti fyrir mér: hvernig kemst ég í það á tjá mig í breiðsíðum? (Ekki það að ég hafi verið áksrifandi í aðdáandaklúbbi Davíðs í gegnum árin).

Er moggabloggið breiðsíða eða bara mjósíða? En ef ég vildi tjá mig, á mögrum síðum eða bara horsíðum, getur hæstvirtur þingmaður upplýst mig um hvert ég á að snúa mér í því efni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband