Þegar einstaklingur verður fyrir áfalli grípur hann til örþrifaráða. Sum þessi örþrifaráð flokkast undir það að 'gera ekki neitt' t.d. leggjast í kör eða þunglyndi. Sumir leita bara á náðir Bakkusar með uppgjöf í huga. Aðrir, í sporum húsbrjótsins á Álftanesinu, hefðu hreinlega tekið eigið líf. Sjálfsmorð er þekkt við slíkar aðstæður.
En í rauninni þekkir enginn sína 'endastöð' þegar áfall dynur yfir, hvað þá varðandi það áfall sem 'húsbrjóturinn' frá Álftanesi lenti í. Gjörningur hans sýnir ákveðna yfirvegun. Það sem hann gerði var greinilega úthugsað sem gjörningur (hús og bifreið). En þessi maður, 'húsbrjóturinn' er greinilega ekki veikgeðja og þar af leiðandi ekki geðveikur. Ég sé hann fyrir mér sem listamann.
Ef þetta hefði gerst t.d. í Ameríku hefði viðkomandi einfaldlega skotið bankamanninn, sem vildi ekki semja við hann, og síðan komið á jarðýtu daginn eftir og brotið bankann niður. En við erum að verða vitni að íslenskum raunveruleika, í kjölfar bankahrunsins, þar sem maður drepur ekki mann, en þess í stað er framkvæmdur táknrænn gjörningur. Af hendi venjulegs fjölskyldumanns, sem er smiður at atvinnu.
Þetta er skiljanlegt. Fjölskylda hefur verið rúin inn að skinni og svipt eigum sínum og sett út á gaddinn. Og jafnvel að nauðsynjalausu. Því fjölskyldufaðirinn vildi semja við bankann. En því var alfarið hafnað. Hrokinn í bönkum og lánastofnunum þessa lands, eftir bankahrun er engu líkur, þegar Jón og Gunna eiga í hlut. Hef ég heyrt þetta annars staðar frá einnig.
Gjörningi mannins má líkja við ástarsamband: maður byggir hús þar sem fjölskyldan lifir í sátt og samlyndi. En síðan kemur Mammon í spilið og spillir öllu. Í stað þess að skjóta Mammon, eyðir fjölskyldufaðirinn því sem Mammon hafði áhuga á: húsinu og öðrum eignum fjölskyldunnar.
Í raunveruleikanum birtist þessi mynd oft í því að 'Mammon' í líki fagurgala tælir eiginkonu mannsins til fylgilags við sig, og lofar henni gulli og grænum skógum. Hún ákveður að skilja við eiginmanninn, þar sem að þessi spennandi og óþekkta stærð 'Mammonsins' kitlar hana. Og ekki síst ríkidæmi hans. Svona Mammon hlýtur að vera moldríkur í augum saklausrar konu og skuldar ekki neitt.
Kokkálaður eiginmaðurinn vill eiginkonuna frekar feiga, en að einhver 'Mammons-kóni' úti í bæ fái að njóta hennar. Nú eða þá að koma Mammon fyrir kattarnef. Sama gildir um húseign 'húsbrjótsins' á Álftanesinu: hann kaus heldur að brjóta húsið í mél, frekar en einhver annar fengi að njóta þess. Hvað þá bankinn sjálfur, eða aðrir bankanum tengdir.
Sumir túlka kannski niðurrif hússins sem táknrænt sjálfsmorð. En það lýsir bara vel að sá sem braut húsið niður er ekki svo bilaður að hann vilji gera fjölskyldu sinni það að láta sig sjálfan hverfa héðan vegna einhvers volæðis..
Ég hvet Álftanes-manninn til að halda reisn sinni og gefa ekkert eftir. Ekki láta neitt eða neinn brjóta sig niður. En mér finnst undarlegt að hann er með þeim fyrstu sem hafa verið handteknir vegna afleiðinga bankahrunsins. Löggan er alltaf fljót að handsama 'litla manninn.'
Fróðlegt veður að fylgjast með því hvort þessi listræni Álftanes-smiður og listamaður verði fyrr settur í grjótið en þeir sem eru ábyrgir fyrir bankahruninu og þar af leiðandi gjaldþroti Íslands!
Biður nágranna afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.