Berlusconi enn og aftur - Taka II - Sætar selpur vs. fjármálaglæfrum karlsins!

Enginn annar evrópskur stjórnmálamaður hefur sætt rannsóknum á við Berlusconi. Karlinn hefur verið dæmdur þrisvar sinnum í samtals 6 ára og 5 mánaða fangelsi fyrir spillingu, ólöglegt fjármagnsbrask og bókhaldssvik. Dómunum var áfríjað á sínum tíma, og ástæðan fyrir því að karlinn var ekki dæmdur í fangelsi, var að dómnarnir voru runnir út, áður en þeir komust tilhæstaréttar.
 
Fyrir utan að hafa verið dæmdur fyrir ólöglega fjármagnsgjörninga, var Berlusconi dæmdur árið 1990 fyrir meinsæri er hann neitaði að vera meðlimur að leynireglunni P2 Masonic Lodge, sem voru/eru and-kommúnisk samtök sem notfærðu sér ítölsku öryggislögregluna í pólitískum tilgangi. Meðlimir þessarar leynireglu voru iðnjöfrar, bankamenn, hátt settir ítalskir embætismenn og ráðherrar. Dómurinn sem féll á Berslusconi og ofangreinda félaga voru síðar felldir niður til að bjarga andlitum þessara 'hátt settu aðila.'
 
Hér á litla Íslandi, veðum við að íhuga, svona í nánustu framtíð, hvaða dómar sem kunna að falla, á hvítflibba,
og verða hugsanlega 'felldir niður.' Þ.e. ef einhver hvítflibbi fengi nú 7 ára dóm fyrir ólöglegt fjármálabrask, og viðkomandi yrði látinn laus eftir 7 mánuði, eða bara 7 vikur fyrir góða hegðun. Hvernig brygðist almenningur við því?
 
Nú eða ef viðkomandi áfrýjaði 7. ára fengelsisdómi, og vegna þess að málið tæki það langan tíma í dómskerfinu, að þegar kæmi að fullnustu dómsins, að þá væri málið orðið það gamalt, að 7 ára fangelsisdómurinn væri orðinn það gamall, og bara fallinn um sjálfan sig og sökudólgurinn þarf þar af leiðandi aldrei að sitja inni fyrir dóminn. Gæti þetta gerst hér?
 
Gott er að hafa þetta í huga, miðað við ítölsku kónana. Og dómana. Þó að erfitt sé að gera sé grein fyrir muninum á ítölsku og íslensku réttarkerfi.
 
En þó að Berlusconi karlinn hafi áhuga á að hitta sætar stelpur, þá er það varla nokkur glæpur. Líklega ekki í huga okkar hér á Íslandi. En það gegnir öðru máli í landi Kaþólikka á borð við Ítalíu. Framhjáhald íKaþólillalandi eins og Ítalíu, jarðar við stóran glæð á við morð. Þar er tekið virkilega alvarlega á á slíku.
 
En eru sætar stelpur bara ekki algert aukaatriði í fjárjmálakreppunni? Eða spila þær einhverja mikilvæga rullu sem við hin höfum ekki komið auga á?

mbl.is Berlusconi stefnir El País
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband