5.6.2009 | 23:07
Appelsínugulir Hollendingar
Gekk fram á lið karla, klædda í appelsínugult á útikaffihúsi í miðbænum í hádeginu í dag. Hélt fyrst að þetta væru íslenskir björgunarsveitarmenn. En einn var með skrautlega húfu á hausnum, appelsínugula auðvitað, þannig að mig fór að gruna ýmislegt (gleymdi myndavélinni heima).
Síðar gekk ég fram á fleiri 'appelsínugula' karla sem voru á röltinu í miðbænum, sem voru líklega aðeins komnir í kippinn, eftir einn öllara, eða svo, og eftir að spyrja þá "Where are you from?" Þá þóttist ég hafa kveikt á perunni eftir að þeir sögðust vera frá "Hollandi." "Já, er ekki einmitt landsleikur á morgun," hugsaði ég með mér.
Þetta er greinilega hresst lið karla, og kannski kvenna, sem ætla að styðja sína menn í boltanum á morgun.
Og íslenskir stuðningsmenn hafa verið hvattir til að klæðast Bláu á leiknum á morgun!
Við þurfum að leika fleiri slíka landsleiki við nágrannaþjóðir. Stuðningsmenn erlendra liða lífga upp á mannlífið í bænum. Skotarnir eru skemmtilegastir. En í síðustu heimsókn þeirra náði ég nokkrum myndum, en þar áður (var það ekki 2001?) var ég með filmuvél, og hún rúllaði því miður ekki. En þar fóru mörg mögnuð skot forgörðum! Ekki tókst að setja inn myndir frá heimsókn Skotanna í þessari bloggfærslu. Kerfið er of hæggengt.
Hollensku landsliðsmennirnir á bæjarrölti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég sé reyndar að myndir úr síðustu 'Skotaheimsón' hafa komist inn í myndaalbúmið, þó að þær hafa ekki ratað inn með ofangreindu bloggi.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 5.6.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.