4.5.2009 | 23:00
Who cares. Ef Björgólfur er gjaldþrota? Koma þarf heimilum upp úr því kviksyndi þar sem þau eru á við sökkkvandi skip!
Braskið á þessum manni og syni hans í Landabanka og öðrum fyrirtækjum hér á landi, hefur eflaust komið mörgum landanum í hryllilga aðstöðu.
Frétti það hér um árið hjá starfsmanni Landabanka, á fyrirtækjasviði, að ákveðinn aðili sem hann þekkti fylgdi alltaf Björgúlfi, þ.e. hvar hann væri að fjárfesta. En gvuð minn góður, hvar skyldi þessi aðili vera staddur í dag. Ætli þessi aðili hafi grætt eitthvað á símafyrirtækjum í Austur-Evrópu? Eða bara Landsbankanum, áður en hann fór í þrot? Vonandi!
Ísland er eins og sökkvandi skip. Nú gildir bara: hver fyrir sig. Enda er 'skipperinn' stokinn fyrir borð.
Björgunarbátar ku vera á leiðinni og margir vilja bjarga farþegum af skútunni, en verður lítið ágengt: landsmenn eru að drukkna í skuldum sem bankarnir veittu þeim í gerfi-góðærinu þegar þeir hinir sömu hvöttu landsmenn til að taka myntkörfulán í stórum stíl.
Bankarnir, sem eru í ríkiseigu í dag, verða að bjarga þessu fólki frá drukknun með því að gera eitthvað í málinu. Annað er hrein aftaka í drekkingarhyl frjálsa bankagímaldsins, sem Sjálfjstæið og Framsókn komu landsmönnum í hér um árið, stuttu eftir aldamótin síðustu.
Það er skýlaus krafa almennings að stjórnvöld bjargi heimilum landsins upp úr því kviksyndi sem glæfrafjárfestar bankanna komu þeim í. Ef það tekst ekki, er það á við að mörgum landsmönnum sé komið fyrir kattarnef í drekkingarhyl fyrrverandi óábyrgra stjórnvalda.
Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.