16.4.2009 | 23:23
A rose is a rose is a rose ...
Í fréttinni á mbl.is segir m.a.: VG bćtir viđ sig en fylgi Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks minnkar samkvćmt nýrri fylgiskönnun Capacent Gallup um fylgiđ á landsvísu.
Um kvöldmatarleytiđ í kvöld, 16.4., var ég stödd úti á svölum en ţar sé ég út á bílaplan hjá mér og líka yfir á planiđ í nćstu blokk. Ég sé par, mann og konu, ganga ađ inngangi ađ nćstu blokk. Mađurinn heldur á rauđum rósavendi og konan er međ pakka í hendinni. Ţađ er örugglega afmćli hjá einhverjum nágrannanum hugsa ég međ mér. Eftir kortér er hringt á dyrasímanum hjá mér. Karlmađur tilkynnir ađ hann sé međ rauđa rós handa mér í bođi Samfylkingarinnar. Ég afţakka bođiđ ţarna í dyrasímanum; nenni ekki ađ hleypa einhverjum gaur inn og langar ekki í rós frá Samfylkingunni, enda er ég ekki búin ađ ákveđa hvađ ég ćtla ađ kjósa. En ţá dettur mér í hug ađ hjúin sem höfđu gengiđ upp ađ nágrannablokkinni eru reyndar engir afmćlisgestir, heldur bođberar Samfylkingarinnar. Ţetta hlýtur ađ vera dýrt fyrir Samfylkinguna hugsa ég međ mér. Ađ útdeila rósum og kosningabćklingi (sem er ţá ekki afmćlispakki eftir allt) hlýtur ađ kosta sitt.
Mér dettur ţess vegna í hug ađ Samfylkingunni sé mikiđ í mun ađ ná góđum árangri í ţessum kosningum, enda er sá flokkur líklega í harđri samkeppni viđ Sjálfstćđisflokkinn, sem enginn veit hvernig mun vegna ţetta áriđ, vegna styrkjamálsins frćga, sem sumir hafa kallađ mútumáliđ. Ţannig ađ ţessar kosningar verđa ađ mörgu leyti spennandi, vegna ţess ađ fjór-flokkarnir eru ekkert svo öruggir um sína stöđu. Skođanakannanir eru kannski bara eins og fugli í skógi, en hvorki fugl né fiskur í hendi. Ég man ađ eitt áriđ var lítill kaffipakki í póstkassanum hjá mér einn morguninn, í bođi einhvers flokks fyrir kosningar. Ég hellti ekki upp á pakkann, en man alltaf eftir honum, ekki vegna ţess sem sendi hann, heldur vegna sölumennskunnar, sem var kannski ekki svo galin.
Ég er ekki búin ađ ákveđa hvađ ég ćtla ađ kjósa í nćstu viku, en ágćtis listi birtist í Morgunblađinu 11. apríl s.l. á heilli opnu um samantekin stefnumál flokkanna (fyrir utan Lýđrćđishreyfinguna, sem fćr líklega ađ bjóđa fram), en ţegar ég fór ađ velta vćntanlegum frambođum fyrir mér nú í kvöld, ţá dauđsé ég eftir ţví ađ hafa hafnađ rósinni frá Samfylkingunni, vegna ţess ađ ţá hefđi ég fengiđ frambođslistann líka og getađ áttađ mig betur á einstaka frambjóđendum. *Urr*og minni mig á ađ vera ekki svona hrokafull viđ nćsta 'rósamann' sem kynni ađ dúkka upp.
Ţađ eina sem ég man í fljótu bragđi, er ađ Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra er á listanum sem og Ásta Ragnheiđur Jóhannesdóttir. En ég hef mikiđ álit á hinni síđarnefndu ađ ţeirri fyrrnefndu ólastađri. Ásta Ragnheiđur, núverandi félags- og tryggingamálaráđherra, hefur veriđ mjög dugleg viđ ađ setja sig inn í mál aldrađra og öryrkja í gegnum tíđina, svo eitthvađ sé nefnt. Hún kom oft fram í fjölmiđlum sem óbreyttur ţingmađur međ sína sérţekkingu á málefnum tengdum Tryggingastofnun. Og hefur hún ekki valdiđ mér vonbrigđum eftir ađ hún settist á ráđherrastól. Hef sjálf ekki átt neinna hagsmuna ađ gćta í ţessum málaflokkum hingađ til, en hef tekiđ eftir ađ hún var mjög virk ađ mćta í útvarpsţćtti á sínum tíma, viđ ađ svara spurningum almúgans, varđandi málefni aldrađra og öryrkja. Ásta Ragnheiđur er verđugur fulltrúi Samfylkingarinnar og er frambjóđandi sem verđur ađ komast inn á ţing aftur, ađ mínu mati.
En ţađ veđur bara a koma í ljós hvađ kemur upp úr kjörkössunum í nćstu nviku, en ég er ekki ennţá búin ađ ákveđa hvađ ég ćtla ađ kjósa. En ef ég mćtti kannski öđrum rósamanni á nćstunni, tćki ég ţađ kannski sem tákn um í hvađa dálk ég settiX-iđ á kjörseđlinum? En tíminn verđur ađ leiđa ţađ í ljós, ţví margt getur gerst á nokkrum dögum. Mađur gćti líka allt eins átt von á ađ hitta kaffibrúsakall eđa pizzu-maddonnu á nćstu dögum. Hver veit?
VG í sókn - Samfylking stćrst | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.