14.4.2009 | 22:28
Bravó fyrir hústökufólkinu! Framlenging á búsáhaldabyltingunni.
Um helgina var í fréttum að hústökufólk hefði komið sér fyrir í húsi niðri í miðbæ. Ég velti fyrir mér hvaða hús þetta væri, af hverju það væri yfirgefið og hver ætti það. Velti svo fyrir mér að ef eigandinn væri í vandræðum með að selja það, að þá væri kannski bara betra að hafa einhvern í húsinu sem væri að hlúa að því í leiðinni.
Ég er svo heimsk og vitlaus að ég veit ekki hver á yfirgefin hús á 101 Reykjavík, og hef verið að pirra mig því undanfarin misseri hversu ömurlegt það er að horfa á yfirgefin hús við Hverfistötuna, sem virðast nánast að hruni komin, þegar maður ekur þarna niður eftir með strætó. Hvað þá að horfa uppá yfirgefin hús við Laugaveginn.
En svo kemur það í ljós í fréttum sjónvarps í kvöld í viðtali við einn hústökumanninn, að Björgólfur Guðmundsson er eigandi að húsinu sem hústökufólkið hefur sest að í. Já, ákkúrat. Það er nefnilega það. En auðvitað er eigandi þessa húss enginn h.f.f. Björgólfur Guðmundsson. Ég trúi því varla. Eigandi hússins er í minnsta lagi eignarhaldsfélag sem hústökumaður hefur einhvern veginn fiskað upp að téður Björgólfur Guðmundssn hafi stofnað einhvern tíma á síðustu misserum. Svo framarlega sem hægt er að fá upplýsingar um slíkt, eða að hústökufólkið ímyndi sér bara hver eigandinn er.
Þá vitum við það. Eða hvað? En ég fagna því, að þarna má horfa uppá það sem ég kalla framlengingu á búsáhaldabyltingunni. Oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Mjög mikilvægt er að benda á sukk og þann sora sem hefur viðgengist í samfélaginu á s.l. árum og eru yfirgefin og sóðaleg hús á hundrað og einum þar engin undantekning.
Götuvirki hústökufólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.