"Sönvaseiður" á Alþingi - meira af þessu!

Árni Johnsen tók lagið um daginn (flott hjá karlinum) í ræðupúltinu á Alþingi. Í dag, 6. apríl, var minnt á að Mörður Árna hefði tekið lagið í "Hani, krummi..." á sínum tíma. Jú, það ku hafa verið 16.11. 2004. Þó að enginn hafi tekið lagið í dag í þinginu, var samt skemmtilegt að fylgjast með ræðum þingmanna og þruski þeirra, pískri og sussi, og sérstaklega ræðu Árna Johnsen. Hann líkti stjórnarliðum við "sofandi fiðurfé á prikum" og öðru sem ég bloggaði fyrr í dag. En mótsögn þingmannsins fólst í því að hann talaði um að þingkonur "tístu" í bakherbergjum, ef ég skildi hann rétt. En tístu samt ekki eins og lóan!

Ef Alþingi kemur mér til að hlæja þá er það í lagi. Hláturinn færir manni auka orku. Einnig söngur. Hvet alla til að fara á Söngvaseið sem er verið að sýna í leikhúsinu, eða fá sér diskinn! Eða bara hlusta á Árna Johnsen og aðra á þingi, á ögurstundum. Ég bloggaði aðeins um ræðu Árna Joh. fyrr í dag, hér neðar í blogginu fyrir þá sem vilja kynna sér atriði úr ræðu Árna.


mbl.is Mörður játar söng á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband