18.3.2009 | 14:18
Hér áður var refsað fljótt fyrir spillingu í kerfinu. En núna?
Ekki er lengur einungis talað um óábyrg útlán banka, stefnu stjórnvalda og helst til of áhættusækna framkvæmdastjóra. Nei, nú snýst umræðan um hreinan og beinan þjófnað, segir í greininni, þar sem fjallað er um aðkomu Evu Joly að íslenskum rannsóknum á bankahruninu.
Segir í meðfylgjandi frétt um spillingarhrellinn Evu Jolie. Maður fær á tilfinninguna að enginn hér í íslenska kerfinu hafi kjark til að leggja til atlögu við samlanda sína. Þetta var víst staðreyndin í kreppunni í Færeyjum á sínum tíma: enginn var dreginn til ábyrgðar.
En menn hafa verið látnir sitja inni og/eða látnir taka pokann sinn þegar upp hefur komist um spillingu þeirra í kerfinu. Mál sem ég man eftir er dæmið um hæstaréttarlögmanninn sem keypti áfengið á niðurgreiddu verði er hann gegndi ákv. embætti tímabundið og var rekinn úr dómarastarfi sínu í Hæstarétti fyrir vikið.
Annað nýlegra dæmi er um alþingismanninn Árna Johnsen, sem var í byggingarnefnd Þjóðleikhússins og keypti vörur í BYKO, lét senda sér þær heim, á reikning ríkisins. Var hann dæmdur til tugthúsvistar fyrir vikið og þurfti að dúsa á Kvíabryggju í 2-3 ár að mig minnir.
Já, og menn eru umsvifalaust teknir fyrir að stela hangiketslæri og jafnvel snæri.
Eva Joly hreinsar út á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.