AIG má líkja við Enron-svikamilluna. Hversu mörg svikamillufyrirtæki á eftir að afhjúpa áður en áratugurinn er allur? Eru mörg íslensk félög á við AIG eða Enron? Fylgist með!

Í frétt mbl.is um AIG, sem er bandarískt trygginga- og fjármálafyrirtæki, segir m.a.:

"Bandaríska trygginga- og fjármálafyrirtækið AIG tapaði 61,7 milljörðum dala, jafnvirði nærri 7100 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2008. Er þetta mesta tap sem um getur hjá bandarísku fyrirtæki á einum ársfjórðungi. Alls tapaði AIG nærri 100 milljörðum dala á árinu öllu."

Í rauninni hefur þetta fyrirtæki spilað á svipuðum nótum og Enron. En margir sáu sögu þess félags í sjónvarpinu í gær. Ég horfði á Enron myndina í 3ja skipti í gærkvöldi og þar sem hún er viðamikil, sé ég alltaf eitthvað nýtt í henni. Maður getur ekki meðtekið alla þessa svikamillu í einum gúlsopa.

En ég er að ljúka við að þýða grein sem mér barst um AIG, 4. október í fyrra, og nú er kominn tími til að ljúka þessu og birta til að lesendur bloggsins hér fái færi á að setja sig enn betur inn í svikamillur þessa heims og hvað eftirlitskerfið er máttlaust og vita gagnslaust.

Fylgstu með næstu færslu frá mér um AIG dæmið.


mbl.is 62 milljarða dala tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband