Í frétt mbl.is um AIG, sem er bandarískt trygginga- og fjármálafyrirtæki, segir m.a.:
"Bandaríska trygginga- og fjármálafyrirtækið AIG tapaði 61,7 milljörðum dala, jafnvirði nærri 7100 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2008. Er þetta mesta tap sem um getur hjá bandarísku fyrirtæki á einum ársfjórðungi. Alls tapaði AIG nærri 100 milljörðum dala á árinu öllu."
Í rauninni hefur þetta fyrirtæki spilað á svipuðum nótum og Enron. En margir sáu sögu þess félags í sjónvarpinu í gær. Ég horfði á Enron myndina í 3ja skipti í gærkvöldi og þar sem hún er viðamikil, sé ég alltaf eitthvað nýtt í henni. Maður getur ekki meðtekið alla þessa svikamillu í einum gúlsopa.
En ég er að ljúka við að þýða grein sem mér barst um AIG, 4. október í fyrra, og nú er kominn tími til að ljúka þessu og birta til að lesendur bloggsins hér fái færi á að setja sig enn betur inn í svikamillur þessa heims og hvað eftirlitskerfið er máttlaust og vita gagnslaust.
Fylgstu með næstu færslu frá mér um AIG dæmið.
62 milljarða dala tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.