Las eftirfarandi pistil frá "spaði" á málefnunum fyrr í kvöld með fyrirsögninni:
Minnihlutastjórn sjálfstæðismanna í boði Ólafs Ólafssonar og Finns Ingólfssonar
"Heimildamaður minn úr herbúðum Framsóknar heldur því fram að í gærkvöld hafi stjórnarmyndunarferlið tekið nýja stefnu þegar áhrifamenn úr gömlu framsókn, aðallega Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson og einhver þriðji maður hafi talið Sigmund Gunnlaugsson á það að tefja stjórnarmyndun meðan rætt verði við Bjarna Benediktsson og Davíðsarm íhaldsins um að Framsókn, og hugsanlega frjálslyndir, veiti hlutleysi minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks undir forystu Bjarna. Látið verði springa á efnahagstillögum. Allt verður gert af hálfu Davíðs-armsins til þess að hindra að Þorgerður Katrín verði formaður, jafnvel Geir vitnaði til hennar á fundi sjálfstæðismanna í dag þar sem hann sakaði Samfylkinguna og "nokkra aðra" um að nærast á hatri í garð Davíðs.
Sigmundur hefur ekkert bakland í Framsókn og þessir auðmenn geta tryggt honum það. Framsókn fengi þá góðan frest til að byggja sig upp, því þá yrði kosningum ekkert flýtt.
Læt vita um leið og ég fæ frekari staðfestingu á þessum orðrómi."
Sigmundur hefur ekkert bakland í Framsókn og þessir auðmenn geta tryggt honum það. Framsókn fengi þá góðan frest til að byggja sig upp, því þá yrði kosningum ekkert flýtt.
Læt vita um leið og ég fæ frekari staðfestingu á þessum orðrómi."
Nokkrir af mörgum, svara þessu innleggi:
"Já einmitt það sem þjóðinn þarf, einhver sandkassaleikur í boði auðmanna. Ef að eitthvað er til í þessu myndi það rústa möguleikum Framsóknar á nokkru fylgi í næstu kosningum, nýja Framsókn myndi kafna í fæðingu. Og ég tala nú ekki um þau mótmæli sem myndu eiga sér stað.
Þetta fólk getur ekki verið svona veruleikafirrt að vilja leggja landið í rjúkandi rústir... - "Skaz"
Þetta fólk getur ekki verið svona veruleikafirrt að vilja leggja landið í rjúkandi rústir... - "Skaz"
"Ég treysti ekki þessum Sigmundi og ekki Framsóknarflokknum. Það á bara að láta á það reyna hvort þeir vilja verja stjórnina og láta þá bara fella ríkisstjórnina ef þeir vilja. Þýðir ekki að vera að hlaupa á eftir þessum bjánum." - "Orville"
En ég spyr: er ekki hægt að mynda þessa ríkisstjórn án þess að
klærnar á Framsókn komi við bakið á þessari stjórnarmyndunarviðræðum Samfó og V-grænna?
Ég fæ aulahroll þegar ég heyri þessi nöfn nefnd: Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson.
Djísús kræst.
klærnar á Framsókn komi við bakið á þessari stjórnarmyndunarviðræðum Samfó og V-grænna?
Ég fæ aulahroll þegar ég heyri þessi nöfn nefnd: Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson.
Djísús kræst.
Mun þjóðin samþykkja nýja ríkisstjórn sem yrði í haldreipi eða réttara sagt í snöru slíkra Framsóknarmanna?
Hvað eigum við eiginlega að gera????????????? Nú er landið stjórnlaust og vitræn stjórnvöld óskast.
Hvað eigum við eiginlega að gera????????????? Nú er landið stjórnlaust og vitræn stjórnvöld óskast.
Hvað gerist á Austurvelli á morgun?
Ég ætla a.m.k. að mæta fyrir þrjú og hlusta á kórinn syngja fyrir mótmælafundinn.
Tónlist er alltaf góð fyrir hugann - og vonandi stjórnmálin líka. Og svo mun
Lögreglukórinn syngja eftir mótmælafundinn. Ég ætla líka að hlsuta á hann.
En látum siðspillta Framsóknarmenn sigla sinn sjó!
Þríeykið þingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.3.2009 kl. 00:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.