31.1.2009 | 00:57
Kaupum hlut í mogganum!
Mogginn er góður og mbl.is er enn betra. Hvað gerum við bloggarar og aðrir lesendur ef mogginn væri ekki til staðar fyrir okkur?
Áhugahópur einstaklinga ætlar að stofna fjárfestingarfélag utan um Árvakur sem gefur út moggann. Ég hef áhuga á að fjárfesta í þessu félagi, en er ekki aflögufær með 100 þúsund kall eftir bankahrunið.
Af hverju ekki að bjóða bloggurum og velunnurum moggans að kaupa hluti í mogganum allt frá 10 þúsund króna hlutum? Þá geta ótal margir verið með sem styðja málefnið en eiga ekki 100 þúsund kall á lausu.
Hvet áhugamennina að gera almenningi fært um að eignast hlut og um leið styrkja moggann með því að bjóða upp á lægri upphæðir til kaupa á hlutafé í félaginu.
Vilja stofna hlutafélag um Árvakur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.