Míg andi við Austurvöll!

Slæmt að þurfa að létta á sér á almannafæri og eiga von á sekt, þjóðþrifum og jafnvel fangsleisvist
(a.m.k. við fleiri tilfellum). 
 
Þetta atvik sýnir kannski að þörf verður á einhvers konar 'Míg-anda' eða pissu-kömrum fyrir æ-fjölgandi
mótmælendur á Austurvelli í kreppunni, en mótmælendum mun líklega fjölga með hækkandi sól, eins og einhver mætur maður staðhæfði í Kastljósi í gærkvöldi.
 
Nú eru stjórnvöld að styrkja ný sprotafyrirtæki, þannig að hér er líklega kærkomið
tækifæri fyrir sprotafyrirtæki til að stofna ný fyrirtæki í kreppunni og bjóða upp á piss-húss þjónustu á
götum úti; Austurvelli, Arnarhóli og jafnvel uppi á hálendinu, þegar umhvefisverndarsinnar
láta til skarar skríða þegar fer að vora og fara að mótmæla nýjum álverum og hugsanlegum nýjum
raforkuverum ... og kanski olíuvinnslu á Drekasvæðinu ...
 
Margir mæta á Austurvöll og mörgum verður mál, þó að þeir haldi í sér og láti á engu bera. Þó að
fólk pissi áður en það fer að heiman, fer það í spreng ef það gæðir sér á kjötsúpu.
Mér skilst að það hefðu verið biðraðir í fría kjötsúpu
á mótmælafundinum á Austurvelli s.l. laugardag, 29.11.2008.
 
Mönnum gæti líka orðið brátt í brók á Arnarhólnum, þegar þeir mæta þangað til að
mótmæla ástandinu í kreppunni. Ekki dugir að spræna í runna í frostinu, enda gæti þetta
allt frosið í miðri bunu og kallað á sekt, affrystingu og sjálfshreingerningu. Hver nennir
því mitt í kreppunni?
 
Og þeir sem ætla að venja komur
sínar á Svörtuloft til að mótmæla setu seðlabankastjóra, hlýtur að verða mál við að
sitja í anddyri slotsins í tvo tíma og þurfa margir hverjir líklega á svona þjónustu að halda.
Enda hafa ekki allir selskapsblöðrur. Sérlega ekki óþolinmóðir mótmælendur.
 
Þess vegna getum við átt von á að sjá pissu-húsafyrirtæki spretta upp á næstunni,
í boði frumkvöðla, enda betra að beisla þetta í eh-effum en í frjálsu falli á mætar
byggingar, runna og glerrúður. Þar sem miklar þvögur myndast í mótmælum, á landinn
eftir að geta pissað í boði ÞVAG-an ehf. og líklega Sprænir efh. Og þeir sem mótmæla
uppi á hálendinu, munu geta pissað í boði H-landið ehf. Og þeir sem vilja lesa áróður á meðan klósettferðinni
stendur, geta fengið að gera það þegar fram líða stundir, og þá  hugsanlega í boði SAUR-blað ehf.
 
En svo vantar bara hugvitssama aðila til að hanna nægilega meðfærileg
pissu-hús sem eru auðveld í notkun, flutningi, hreinlæti og umhvefisvernd.
 
Og svo er bara spurning hvort stjórnvöld taki tillit til almennings og
stofnenda slíkra fyrirtækja í kreppunni: fá þeir að framkvæma þetta skattfrjálst???

mbl.is Gekk örna sinna í runna á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband